Erlent

Thatcher formlega stefnt

Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið formlega stefnt fyrir aðild sína að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu. Hann mun koma fyrir rétt 22. september næstkomandi. Thatcher var handtekinn í Höfðaborg 25. ágúst. Hann hefur neitað allri aðild að samsærinu og borgaði um 300 þúsund dollara tryggingu, til að dvelja áfram í Höfðaborg. Talið er að réttarhöldin verði opin en yfirvöld Miðbaugs-Gíneu fá að fylgjast með réttarhöldunum. Þá vilja þau fá Thatcher framseldan til landsins til að rétta yfir honum ásamt 14 öðrum erlendum málaliðum sem eru grunaðir um valdaránstilraun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×