Erlent

Litlu munar á stóru flokkunum

Munur á fylgi tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands mælist innan skekkjumarka í nýrri skoðanakönnun Populus um fylgi flokkanna. Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 32 prósenta kjósenda en Íhaldsflokkurinn 30 prósenta. Verkamannaflokkurinn hefur tapað miklu fylgi í kjölfar innrásarinnar í Írak en það hefur ekki dugað Íhaldsflokknum til að auka fylgi sitt að ráði. Þess í stað hafa Frjálslyndir demókratar bætt við sig fylgi og njóta nú stuðnings 26 prósenta kjósenda samkvæmt skoðanakönnuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×