Erlent

Misstu hylki með sólarsýnum

Eitthvert sérkennilegasta verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, hin síðari ár, mistókst hrapallega í dag. Ómannað far, sem hefur safnað öreindum úr geimnum, eða svokölluðu stjörnuryki, til þess að hægt sé að komast að því hvernig heimurinn varð til, hrapaði til jarðar síðdegis. Þaulæfður áhættuflugmaður frá Hollywood átti að fljúga þyrlu með gripörmum og grípa farið skömmu áður en það lenti á jörðinni. Björgunin mistókst og brotlenti farið í Utah-eyðimörkinni. Óttast er að allar þær viðkvæmu upplýsingar sem safnað hefur verið í leiðangrinum síðustu þrjú árin séu þar með glataðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×