Erlent

Frances skall aftur á Flórída

Hitabeltisstormurinn Frances, sem áður var fellibylurinn Frances, skall á Flórída í annað sinn í nótt eftir að hafa gert stuttan stans á Mexíkóflóa og safnað þar kröftum. Verulega hefur dregið úr krafti Frances, sem er nú raunar orðin hitabeltislægð, en hann var í nótt yfir miðhluta Georgíuríkis. Búist er við að hann valdi nokkrum usla á leiðinni í norðurátt yfir suðausturríkjum Bandaríkjanna næstu tvo sólarhringana eða svo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×