Erlent

Breytir legu múrsins

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að breyta legu veggsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Eftir breytinguna verður veggurinn byggður nær Ísrael en áður var stefnt að og vegna þessa verða nokkrar landnemabyggðir Ísraela Palestínumegin við múrinn. Ákvörðunina tók Sharon eftir að hafa fundað með fulltrúum varnarmálaráðuneytisins. Lega veggsins verður nú nær því sem Hæstiréttur Ísraels taldi heimilt. Hann hafði áður sagt byggingu veggsins löglega en því aðeins að dregið yrði úr þeim þjáningum sem veggurinn ylli Palestínumönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×