Erlent

Sautján létust í eldsvoða í námu

Sautján námamenn létust þegar eldur braust út í koparnámu í Kastamonuhéraði í norðurhluta Tyrklands. Níu námamönnum sem lokuðust inni í námunni þegar eldurinn braust út var bjargað úr henni eftir að björgunarmönnum tókst að slökkva eldana. Allir voru þeir meira eða minna slasaðir. Einhverra var þó enn saknað síðla í gær og unnið að því að bjarga þeim. "Ég var fastur neðanjarðar í þrjá tíma og var mjög hræddur," sagði Ali Cinar, einn þeirra sem sluppu lifandi úr eldsvoðanum. "Ég get ekki lýst því hve hamingjusamur ég er," sagði hann um björgun sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×