Erlent

Kvikmyndahellir finnst undir París

Kvikmyndasalur hefur fundist í einum af neðanjarðargöngum Parísar. Lögreglan hefur engan grun um hver eða hvenær hellirinn var byggður en hann er um 400 fermetrar og 18 metrum undir yfirborði jarðar. Svalir og stólar hafa verið hoggnir í bergið. Hellirinn fannst á æfingu lögreglunnar sem hefur það meðal annars að starfi að gæta hinna 170 mílna löngu ganga sem liggja alls staðar undir París, en almenningur má ekki fara þar um. Hellsins sem fannst nú var gætt af myndbandsupptökuvél og vélrænu hundagelti, og inní hellinum var stórt kvikmyndatjald og bar. Nútíma rafleiðslur lágu í salinn auk símalína. Þegar lögreglan kom nokkrum dögum síðar til að athuga hvaðan rafmagnið var fengið hafði verið klippt á allar línur og miði verið skilinn eftir í salnum þar sem á stóð: Ekki reyna að finna okkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×