Erlent

Bauð löggunni maríjúana

Þýskur piltur var handtekinn síðastliðinn föstudag fyrir að reyna að selja maríjúana. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ungi maðurinn, sem er 17 ára gamall, var staddur í afmæli hjá lögreglumanni þegar hann bauð gestunum varninginn en langflestir gestanna voru lögreglumenn. Pilturinn hafði rambað óboðinn inn í veisluna sem haldin var á skemmtistað í bænum Eschwege í norður Þýskalandi. Tveir laganna varða fóru í kjölfarið með hin ólánsama dreng afsíðis og handtóku hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×