Erlent

Olíuverð á svipuðu reiki

Olíuverð er á svipuðu reiki og fyrir helgi en seint á föstudag lækkaði það skyndilega um tæp níutíu sent, var 47,86 sent á fatið. Sérfræðingar töldu þá allar líkur á að verðið færi yfir fimmtíu dollara og segja þeir þá spá enn í gildi. Verðið hefur hækkað lítillega í morgun. Financial Times greinir frá því í dag að rússnesk yfirvöld hugleiði að krefja dótturfyrirtæki olíurisans Yukos um þrjá milljarða dollara í skattaendurgreiðslur sem gæti enn á ný valdi óróa á olíumarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×