Erlent

Yfir 500 íbúðir verða reistar

Ísraelar reisa nú hundrað og tuttugu íbúðir í landnemabyggðum á landssvæðum Palestínumanna í nágrenni Jerúsalem. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar er stefnt að því að reisa yfir fimm hundruð íbúðir á svæðinu. Bandaríkjastjórn er sögð hafa veitt óformlegt leyfi fyrir þessu. Framkvæmdirnar hafa valdið nokkurri ólgu meðal Palestínumanna sem segja þetta enn á ný þrengja að palestínsku ríki sem stofna á í framtíðinni. Ef fram haldi sem horfi verði innan skamms ekkert pláss fyrir sjálfstætt ríki. Þeir sökuðu bandarísk stjórnvöld í gær um að ganga þvert á samþykktir um friðarferli í Miðausturlöndunum með því að samþykkja stækkun landnemabyggðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×