Erlent

Meintur morðingi framseldur

Meintur morðingi Zorans Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, verður framseldur frá Grikklandi til Serbíu von bráðar. Dejan Milenkovic var handtekinn í Þessalóniku á Grikklandi fyrr á þessu ári en hann er talinn lykilmaður innan mafíuhóps sem talinn er bera ábyrgð á morðinu á Djindjic. Forsætisráðherrann féll fyrir byssukúlu leyniskyttu í mars á síðasta ári. Á myndinni sjást áhangandur Djindjic halda á mynd af honum í mótmælum í Belgrad fyrr á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×