Erlent

Ísraelar byggja í landnemabyggðum

Ísraelar byggja nú hundrað ný heimili í landnemabyggðum á svæði Palestínumanna úti fyrir Jerúsalem. Framkvæmdirnar hafa valdið nokkurri ólgu meðal Palestínumanna sem sökuðu bandarísk stjórnvöld í gær um að ganga þvert á samþykktir um friðarferli í Miðausturlöndunum með því að samþykkja stækkun á landnemabyggðunum. Áætlað er að byggingarframkvæmdunum ljúki í lok ársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×