Erlent

Lögreglan í viðbragðsstöðu

Írakska lögreglan er í viðbragðsstöðu komi til þess að írakski forsætisráðherrann krefjist þess að þeir taki Imam Ali moskuna í borginni Najaf með valdi. Enn hafa liðmenn uppreisnarklerksins Moqtada al-Sadr moskuna á sínu valdi. Til átaka kom í borginni í morgun á milli uppreisnarmanna og bandaríkjahers, og nú óttast er að áætlanir um að afhenda moskuna æðsta klerki sjíta í Írak gangi ekki eftir. Að minnsta kosti þrír létu lífið í morgun og átján liggja sárir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×