Fleiri fréttir

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Landsbankinn vekur athygli á fölsuðu myndefni í dreifingu

Landsbankinn segir miður að einhver sjái sér hag í að vega að Eddu Falak með ósmekklegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna falsaðs myndskeiðs og myndar sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Vilja breyta orðalagi laganna til að tryggja gagnsæi hjá dómstólum

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt til breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála til að skýra lög sem dómstólar hafa undanfarið vísað til þegar þeir hafa takmarkað fréttaflutning úr dómssal. Þingmennirnir segja samfélagið hafa ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum.

Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 

Sjö­tíu við­bragðs­aðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjó­flóða­hætta á svæðinu“

Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður sjónum aðallega beint austur á firði en í morgun féllu þrjú snjóflóð í Norðfirði. 

Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár

Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum.

Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn

Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Af­marka göngu­götu­hluta Laugavegs betur

Gatnamót Laugavegs og Frakkastígs, þar sem fyrrnefnd gatan verður að göngugötu, verða betrumbætt á næstu dögum og afmörkun göngugötusvæðisins gerð skýrari.

Gróður­setja milljón plöntur á fimm árum

Með verkefninu Nýmörk sem nýlega var sett á laggirnar er stefnt að því að gróðursetja eina milljón plöntur á næstu fimm árum víðs vegar um landið. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni ná að þekja fjögur hundruð til fimm hundruð hektara af landi. 

Það sem skal gera við rýmingu

Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 

Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna

Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið.

Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum

Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. 

Vínbúðir gætu opnað á sunnudögum

Enginn vilji er til þess að áfengi verði selt í almennum verslunum segir þingkona Framsóknarflokksins en frumvarp um rýmkun opnunartíma vínbúða hefur verið lagt fyrir Alþingi. 

Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum

Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 

Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki

Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið.

Aukin skatt­heimta og „sann­gjarnari“ veiði­gjöld

„Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 

Lóan er komin

Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 

Páll gefst ekki upp og blæs til söfnunar

Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, hefur sett af stað söfnun fyrir málskostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar. Páll var í vikunni dæmdur til að greiða blaðamönnum Kjarnans miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla í tengslum við Samherjamálið.

Segir ís­lenska há­skóla skrapa botninn

Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna. Við fjöllum um málið.

Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu.

Sonurinn beðinn um að hætta í fót­boltanum

Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast.

Rann­saka vinnu­brögð verk­takanna eftir sprenginguna

Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni.

Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar

Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins.

Sjá næstu 50 fréttir