Fleiri fréttir

Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir

Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins.

Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin

Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 

„Mun litlum árangri skila að leggjast í skot­grafir stjórn­málanna“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Segir SA líta svo á að verka­­fólk eigi hvorki betri laun né líf skilið

Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 

Verk­fall er hafið á Ís­lands­hótelum

Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn  hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó.

Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt

Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og heyrum meðal annars í ríkissáttasemjara og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Segir kjörskrána ekki vera til

Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til.

Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ó­lög­mætu á­standi

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 

Von­brigði að Efling hafi ekki mætt til fundar

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 

Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki

Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið.

Um­­­sóknir um al­­þjóð­­lega vernd aldrei verið fleiri

Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 

Eldur í íbúð við Írabakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu fyrir klukkan níu í morgun eftir að eldur kom upp í íbúð við Írabakka í Breiðholti í Reykjavík. 

Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara

Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara.

Eldur í gámahúsum á Örfirisey

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámahúsi á Örfirisey í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn og þrír sjúkrabílar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Verk­föllum haldið til streitu eftir við­burða­ríkan dag

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar.

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan

Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Trúir því ekki að ríkis­sátta­semjari ætli að þvinga fram að­för

Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla.

Fjölmörg bílslys seinni partinn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag.

Mikil röskun á flugi á morgun

Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað.

„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“

Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum.

„Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum.

„Mamma, það er eldur!“

Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði héraðsdómur að ríkissáttasemjari fær aðgang að kjörskrá Eflingar. Fjallað verður ítarlega um deiluna í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30 og rætt við ríkissáttasemjara um stöðu mála.

Gatna­mótin eru aftur ljós­laus

Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag.

Sextán vilja sæti í stjórn VR

Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru í framboði til formanns VR. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag og vilja sextán komast í stjórn félagsins.

Drífa ný talskona Stígamóta

Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum.

Verk­­fall Eflingar fær grænt ljós og Sól­veig heldur fast í kjör­skrána

Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax.

Halla vill komast í stjórn VR

Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. 

Þóra Arnórs­dóttir hættir hjá RÚV

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.