Fleiri fréttir

Of margir far­þegar og tvö börn ekki í belti

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt bíl í hverfi 108 í Reykjavík þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Auk þess voru tvö börn í bílnum ekki í bílbelti.

Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun

Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna.

Meiri­hluta­við­ræðum á Akur­eyri slitið

Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu.

Tíu ára stúlka féll útbyrðis úr kajak á Hafravatni

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna tíu ára gamallar stúlku sem féll úr kajak í Hafravatn. Fólki á staðnum tókst að komast að stúlkunni á bátum og koma henni á þurrt land.

Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum

Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag.

Dóra bjart­sýn á fram­haldið nú þegar allir ræða við alla

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður.

„Af hverju ekki Dóra?“

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fundarhöld og viðræður hafa staðið yfir í allan dag í Reykjavíkurborg og sveitarfélögum um allt land. Flestir halda spilunum þétt að sér.

Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár

Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár.

Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst

Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu.

Gísli stjörnuspekingur búinn að loka vefsíðu Gáruáhrifa

Gísli Gunnarsson Bachmann, stjörnuspekingur og jógakennari, er búinn að loka heimasíðu og Facebook-síðu Gáruáhrifa. Það gerði hann eftir að myndskeið af honum var birt í Kompás þar sem hann er að beita skjólstæðing sinn andlegu ofbeldi undir merkjum stjörnulesturs. Fleiri konur hafa stigið fram vegna mannsins. 

Leigubílsstjórar í Róm svindla alltaf á Tomma

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um leigubíla nú síðdegis og þegar þetta er skrifað er það til umræðu á þinginu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli í umræðunni með því að deila með þingmönnum persónulegri reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um veröldina.

Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi

Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 

Einn listi bauð fram í Tjörneshreppi

Einn listi bauð fram til sveitarstjórnar í Tjörneshreppi og var hann því sjálfkjörinn svo ekki þurfti að boða til sveitarstjórnarkosningar í hreppnum á laugardag. 

Einar fundar einslega með öllum oddvitunum

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni.

Æsispennandi uppgötvun í Grímsey

Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi.

Á skilorði en heldur áfram að bera sig

Karlmaður hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal og eru foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu. Móðir stúlku sem lenti í manninum í gær ætlar að kæra hann til lögreglu.

Mark Zucker­berg á Ís­landi

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag.

Sér ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að það sé óþolandi að saklaus ungur drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti af hálfu lögreglu eingöngu vegna uppruna og kynþáttar. Á sama tíma sjái hún ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi því hún hafi verið að leita að hættulegum manni en verið var að leita að gæsluvarðhaldsfanga sem flúði úr héraðsdómi. Lögreglan hefur nýlokið stefnumótun en upp úr henni spruttu einkunnarorðin: Að vernda og virða.

Stapa breytt í stúdenta­garð

Háskóli Íslands (HÍ) hyggst selja Félagsstofnun stúdenta (FS) bygginguna Stapa við Hringbraut eftir að núverandi starfsemi HÍ þar flyst í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalasvæðinu. Til stendur að breyta Stapa í stúdentagarð sem fellur að Gamla Garði og nýrri viðbyggingu hans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum.

Ung­lingarnir hefðu kosið sama fólkið og hlaut kjör í Reyk­hóla­hreppi

Skuggakosningar til sveitarstjórnar voru haldnar á nýafstöðnu ungmennaþingi í Reykhólahreppi og mikill samhljómur var með niðurstöðum þeirra og niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna. Ólíklegt er því að breytingar hefðu orðið á niðurstöðunum þó ungmenni væru yngri þegar þau fengju atkvæðisrétt. 

Dagur hefur ekki svarað sím­tölum Hildar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 

Sau­tján prósent aukning í til­kynningum um nauðganir

Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum

Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta.

Sjá næstu 50 fréttir