Fleiri fréttir

Einn til viðbótar smitaður á Landakoti eftir umfangsmiklar skimanir
Einn sjúklingur á Landakoti greindist með kórónuveiruna í gær eftir umfangsmiklar skimanir þar og á hjartadeild spítalans.

Faraldursstaðan í Evrópu: „Erfiðust grímuskyldan fyrir börn frá sex ára“
Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana.

Búið að segja Jóni Má upp á X-inu
Jóni Má Ásbjörnssyni hefur verið sagt upp störfum á X-inu en hann hefur stýrt útvarpsþættinum Séra Jón um nokkurt skeið.

Formaður FKA neitar að stíga frá borði
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot.

Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar
Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur.

Vann 18 milljónir á Enska getraunaseðlinum
Ónefndur Akureyringur datt í lukkupottinn í gær og vann heilar 18 milljónir króna þegar hann giskaði á þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum.

Ætla sér að toppa Anconcagua í dag
Þeir Tolli Morthens, Arnar Hauksson og leiðsögumaður þeirra Sebastian Garcia eru á leið á topp hæsta fjalls Suður-Ameríku en samkvæmt ferðaáætlun verða þeir á toppnum síðar í dag.

Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu
Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna.

1074 innanlandssmit greindust í gær
Enn einn daginn greinast yfir þúsund kórónuveirusmit á einum sólarhring hér á landi en alls greindust 1.133 með veiruna í gær.

Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr
„Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi.

Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi
Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri.

Lögregla horfði á ökumann aka á ljósastaur
Lögregla varð vitni að því í gær þegar ökumaður bifreiða ók beint á ljósastaur. Atvikið átti sér stað í Kópavogi en ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Tvö ungmenni flutt á bráðadeild með áverka eftir flugeldaslys
Tvö ungmenni voru flutt með sjúkrabifreið á Landspítala eftir flugeldaslys í gærkvöldi. Um var að ræða tvö aðskilin atvik. Þá voru afskipti höfð af tveimur öðrum ungmennum vegna vörslu fíkniefna, einnig í aðskildum atvikum.

Slökktu eld í ruslatunnu við Mýrarhúsaskóla
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna elds sem kom upp í russlatunnu fyrir utan Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.

Fjórir kiðlingar fæddir: Fyrstu vorboðarnir í sveitinni
Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn þar við mikla ánægju heimilisfólksins.

Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna
Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær.

Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða
Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið.

Einstaka „Íslandshjólið“ komið í leitirnar
Hjól ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard er komið í leitirnar eftir að því var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í gær. Lögreglan skilaði hjólinu til Burkard í morgun við mikinn fögnuð ljósmyndarans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Þingmaður stjórnarandstöðu segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin verði ekki notuð í boðuðum efnahagsaðgerðum. Hún telur þær komnar seint fram.

Heilbrigðisstarfsmenn Orkuhússins hlaupa undir bagga með Landspítala
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og þannig styðja við þjónustu spítalans á þessum krefjandi tímum.

Hinseginvika í Árborg
Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar.

Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun
Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun.

Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir
Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust.

Fella niður leikskólagjöld þeirra sem halda börnum heima vegna faraldursins
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ákveðið að fella niður leikskólagjöld og gjöld vegna mötuneyta hjá þeim foreldrum sem halda börnum sínum heima vegna faraldurs kórónuveirunnar. Um 40 prósent starfsmanna Grunnskólans í Hveragerði er fjarverandi vegna veikinda.

Gjörgæslusjúklingum fækkar
Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Landspítala með Covid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjörgæsludeild. 45 sjúklingar á spítalanum eru smitaðir.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu ásamkomutakmörkunum.

1.143 greindust innanlands í gær
1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina.

Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar
Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra.

Áfall að vera enn á þeim stað að loka börum
Stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri segir hertar samkomutakmarkanir mikið áfall. Þrátt fyrir umfangsmiklar bólusetningar virtust Íslendingar á sama stað og áður.

Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns
Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar.

Fjórðungur nemenda fjarverandi
Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun.

Kennarar ósáttir við Katrínu
Stjórn Kennarasambands Íslands er gagnrýnin á ummæli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, frá því í dag um skólastarf og konur í vinnu. Þá segir stjórnin ummæli Katrínar um að frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar hafi alltaf staðið til að halda skólum opnum séu röng.

Kallar eftir aldurskvóta á listamannalaun
Rithöfundur telur að koma ætti á einhvers konar aldurskvóta við úthlutun listamannalauna. Hann óttast að ungir og efnilegir listamenn leiti á önnur mið, verði kerfið ekki endurskoðað.

Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini
Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Einar hörðustu aðgerðir frá upphafi kórónuveirufaraldursins taka gildi á miðnætti. Aðeins tíu manns mega koma saman. Sóttvarnalæknir vildi þó ganga lengra. Við förum yfir aðgerðirnar í fréttatímanum okkar á samtengdum Rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Vegfarandi stöðvaði ofurölvi ökumann
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um rásandi aksturlag og mögulegan ölvunarakstur. Sá sem lét lögregluna vita stoppaði sjálfur akstur ökumannsins er hann stoppaði á rauðu ljósi.

Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga
Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum.

Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir.

Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn.

Stjórnvöld taka á móti 35 til 70 manns til viðbótar frá Afganistan
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti 35 til 70 manns frá Afganistan til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust. Ákvörðunin var tekin í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í landinu í kjölfar valdatöku talibana.

Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði
Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag.

Tíu mega koma saman
Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö.

Nýjar hæðir í sýnatökum
Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma.

Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu
Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir og greinum frá ákvörðun ráðherra varðandi sóttvarnaaðgerðir, að því gefnu að fundi verði lokið í tæka tíð.