Fleiri fréttir

Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag

Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður.

Persónuvernd svarar Kára

Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög.

Vill leiða jafnaðar­menn til sigurs á ný

Guð­mundur Árni Stefáns­son sendi­herra og fyrr­verandi ráð­herra sækist eftir því að leiða lista Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði í komandi sveitar­stjórnar­kosningum. Hann segist ekki vera í fram­boði til bæjar­stjóra á þessari stundu en hann gegndi því em­bætti fyrir rúmum þrjá­tíu árum.

„Íbúar eru foxillir“

Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

1.101 greindist innan­lands í gær

1.101 einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og 105 á landamærum. 46% þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu og 54% utan sóttkvíar.

Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. Um er að ræða fimmta andlátið vegna Covid-19 hérlendis á þessu ári, en alls hafa 43 nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Þak fauk af skúr í Ólafs­vík

Björgunarsveitarmenn í Ólafsvík á Snæfellsnesi voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af skúr í bænum.

Auður Perla Svans­dóttir er látin

Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn.

Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu

Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna.

Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi

Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu.

Auknar tak­markanir á há­skóla­starfi

Ráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmarkanir á háskólastarfi sem gildi tekur á miðnætti í kvöld. Í reglugerðinni felst meðal annars að nemendum ber að viðhafa tveggja metra fjarlægð í kennslu- og lesrýmum.

Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku

Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag.

Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum

Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum.

Raf­magn komið aftur á í miðborginni

Rafmagn er komið aftur á flestum stöðum miðborgar Reykjavíkur en rafmagnslaust var vegna háspennubilunar fyrr í kvöld. Þó er enn rafmagnslaust á Bókhlöðustíg þessa stundina. 

Læknar vilja við­bótar­greiðslur í sam­ræmi við álag

Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks.

Búin að fá svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid19

Kona sem hefur þrisvar sinnum greinst með Covid19 segir ákveðin vonbrigði að greinast með þrjú helstu afbrigði veirunnar. Áður en Covid kom til sögunnar smitaðist hún af svínaflensunni og segir því létt í bragði að henni líði eins og tilraunadýri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir býst við að leggja til hertar aðgerðir innanlands vegna þungrar stöðu í faraldrinum. Stefnt er að því að fækka daglegum fjölda smitaðra um helming. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ætla að sitja við sinn keip

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna.

Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum

Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum.

„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“

Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag.

Keyrt á barn við Bú­staða­veg

Ekið var á barn við Bústaðaveg í Reykjavík nærri Valsvelli á fjórða tímanum í dag. Barnið hlaut minniháttar meiðsl.

Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot

Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði.

Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar greinum við frá því sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

Sjá næstu 50 fréttir