Fleiri fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir og svo gæti farið að kvika komi nokkuð hratt upp á yfirborðið. Farið verður yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.12.2021 18:00 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22.12.2021 17:53 Brúneggjamálinu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. 22.12.2021 16:13 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. 22.12.2021 16:00 Tólf lentu í þriggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi Þriggja bíla árekstur varð rétt eftir hádegi í dag á Snæfellsnesvegi þar sem tólf voru í bílunum, bæði börn og fullorðnir. Einn var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi. 22.12.2021 15:23 Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22.12.2021 15:16 Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22.12.2021 15:09 Vanræksla í æsku og grípa hefði þurft mun fyrr inn í 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot og rán. Héraðsdómur segir nauðsynlegt að maðurinn leiti sér aðstoðar en hann glímir meðal annars við neysluvanda og persónuleikaröskun vegna ítrekaðra áfalla í æsku. 22.12.2021 15:05 Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22.12.2021 13:26 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22.12.2021 13:24 Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. 22.12.2021 13:19 Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22.12.2021 12:12 Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. 22.12.2021 11:51 Búið að skemma aðventuna fyrir ástvinum þeirra sem hvíla í Heydalakirkjugarði „Það er búið að vinna skemmdarverk á leiðunum hjá fólkinu mínu,“ segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir, íbúi á Breiðdalsvík. Hún heimsótti leiði ættvina sinna í Heydalakirkjugarði nú fyrir jól til að votta þeim virðingu en kom að þökulögðum leiðum, brotnum krossum og afsöguðum trjábolum. 22.12.2021 11:48 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi en mikill fjöldi skjálfta hefur riðið þar yfir síðan í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn kom í morgun, 4,9 stig að stærð. 22.12.2021 11:39 Hafþór ráðinn aðstoðarmaður Lilju Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf. 22.12.2021 11:27 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22.12.2021 10:57 Megas eftir sem áður á heiðurslaunum listamanna Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. 22.12.2021 10:31 Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. 22.12.2021 10:25 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22.12.2021 10:09 Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22.12.2021 10:08 Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22.12.2021 10:01 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22.12.2021 09:16 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22.12.2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22.12.2021 08:14 Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. 22.12.2021 08:12 Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22.12.2021 06:15 Skjálfti að stærð 3,3 fannst á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð 3,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili klukkan 23:21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 21.12.2021 23:38 „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21.12.2021 23:28 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21.12.2021 22:33 Hellisop fullt af ferðamönnum hrundi vikum síðar Jöklaleiðsögumaður segir ferðamenn hér á landi oft hætta sér um of þegar þeir skoði íslenska jökla. Litlu geti um munað þegar komi að öryggi á jöklum enda séu þeir alltaf á hreyfingu. 21.12.2021 20:36 Fjör í fjárhúsum landsins Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. 21.12.2021 20:05 Hitti son sinn í fyrsta skipti Það urðu fagnaðarfundir þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í morgun. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist. Þau eru þakklát íslenskum stjórnvöldum. 21.12.2021 20:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21.12.2021 19:20 Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. 21.12.2021 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring en í gær. 21.12.2021 18:01 Eitt barn á Landspítala með Covid-19 Tólf einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af eitt barn á barnadeild. Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Af sjúklingunum tólf eru tíu með virka sýkingu og í einangrun. 21.12.2021 17:19 Forseti Alþingis smitaður af Covid-19 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er smitaður af Covid-19. Hann er enn einn þingmaðurinn sem greinist með veiruna undanfarna daga. 21.12.2021 16:14 Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21.12.2021 16:10 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21.12.2021 16:00 Gray line léttir undir með slökkviliðinu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda. 21.12.2021 15:26 Munu fljúga tvisvar í viku til Vestmannaeyja Samkomulag hefur náðst milli flugfélagsins Ernis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að Ernir muni sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja tvisvar í viku. Flogið verður á mánudögum og föstudögum. 21.12.2021 14:58 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21.12.2021 14:48 Enn hafa ekki verið teknar skýrslur af þeim sem slösuðust undir Hafnarfjalli Enn hafa skýrslur ekki verið teknar af þeim sem slösuðust í bílslysi undir Hafnarfjalli síðdegis á föstudag. Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Vesturlandi og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 21.12.2021 14:47 Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21.12.2021 14:14 Sjá næstu 50 fréttir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir og svo gæti farið að kvika komi nokkuð hratt upp á yfirborðið. Farið verður yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.12.2021 18:00
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22.12.2021 17:53
Brúneggjamálinu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. 22.12.2021 16:13
Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. 22.12.2021 16:00
Tólf lentu í þriggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi Þriggja bíla árekstur varð rétt eftir hádegi í dag á Snæfellsnesvegi þar sem tólf voru í bílunum, bæði börn og fullorðnir. Einn var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi. 22.12.2021 15:23
Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22.12.2021 15:16
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22.12.2021 15:09
Vanræksla í æsku og grípa hefði þurft mun fyrr inn í 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot og rán. Héraðsdómur segir nauðsynlegt að maðurinn leiti sér aðstoðar en hann glímir meðal annars við neysluvanda og persónuleikaröskun vegna ítrekaðra áfalla í æsku. 22.12.2021 15:05
Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22.12.2021 13:26
Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22.12.2021 13:24
Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. 22.12.2021 13:19
Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22.12.2021 12:12
Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. 22.12.2021 11:51
Búið að skemma aðventuna fyrir ástvinum þeirra sem hvíla í Heydalakirkjugarði „Það er búið að vinna skemmdarverk á leiðunum hjá fólkinu mínu,“ segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir, íbúi á Breiðdalsvík. Hún heimsótti leiði ættvina sinna í Heydalakirkjugarði nú fyrir jól til að votta þeim virðingu en kom að þökulögðum leiðum, brotnum krossum og afsöguðum trjábolum. 22.12.2021 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi en mikill fjöldi skjálfta hefur riðið þar yfir síðan í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn kom í morgun, 4,9 stig að stærð. 22.12.2021 11:39
Hafþór ráðinn aðstoðarmaður Lilju Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf. 22.12.2021 11:27
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22.12.2021 10:57
Megas eftir sem áður á heiðurslaunum listamanna Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. 22.12.2021 10:31
Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. 22.12.2021 10:25
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22.12.2021 10:09
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22.12.2021 10:08
Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22.12.2021 10:01
Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22.12.2021 09:16
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22.12.2021 08:59
Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22.12.2021 08:14
Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. 22.12.2021 08:12
Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22.12.2021 06:15
Skjálfti að stærð 3,3 fannst á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð 3,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili klukkan 23:21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 21.12.2021 23:38
„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21.12.2021 23:28
Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21.12.2021 22:33
Hellisop fullt af ferðamönnum hrundi vikum síðar Jöklaleiðsögumaður segir ferðamenn hér á landi oft hætta sér um of þegar þeir skoði íslenska jökla. Litlu geti um munað þegar komi að öryggi á jöklum enda séu þeir alltaf á hreyfingu. 21.12.2021 20:36
Fjör í fjárhúsum landsins Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. 21.12.2021 20:05
Hitti son sinn í fyrsta skipti Það urðu fagnaðarfundir þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í morgun. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist. Þau eru þakklát íslenskum stjórnvöldum. 21.12.2021 20:01
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21.12.2021 19:20
Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. 21.12.2021 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring en í gær. 21.12.2021 18:01
Eitt barn á Landspítala með Covid-19 Tólf einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af eitt barn á barnadeild. Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Af sjúklingunum tólf eru tíu með virka sýkingu og í einangrun. 21.12.2021 17:19
Forseti Alþingis smitaður af Covid-19 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er smitaður af Covid-19. Hann er enn einn þingmaðurinn sem greinist með veiruna undanfarna daga. 21.12.2021 16:14
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21.12.2021 16:10
Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21.12.2021 16:00
Gray line léttir undir með slökkviliðinu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda. 21.12.2021 15:26
Munu fljúga tvisvar í viku til Vestmannaeyja Samkomulag hefur náðst milli flugfélagsins Ernis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að Ernir muni sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja tvisvar í viku. Flogið verður á mánudögum og föstudögum. 21.12.2021 14:58
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21.12.2021 14:48
Enn hafa ekki verið teknar skýrslur af þeim sem slösuðust undir Hafnarfjalli Enn hafa skýrslur ekki verið teknar af þeim sem slösuðust í bílslysi undir Hafnarfjalli síðdegis á föstudag. Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Vesturlandi og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 21.12.2021 14:47
Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21.12.2021 14:14