Fleiri fréttir

Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu

Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart.

Eldur í gardínum í íbúð við Álfta­mýri

Eldur kom upp í blokkaríbúð í Álftamýri í gærkvöldi. Tilkynning barst slökkviliðinu um að gardínur íbúðarinnar stæðu í ljósum logum og var allt tiltækt lið sent á vettvang.

„Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðar­á­stand“

„Rakel er ekki hætt, hún sinnir starfi sínu sem fréttastjóri til áramóta og í kjölfarið verður auglýst eftir fréttastjóra,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í svari við fyrirspurn Vísis um það hvers vegna ekki verður auglýst í stöðu fréttastjóra RÚV fyrr en eftir áramót.

Guðna blöskrar óþarfa framúrakstur: „Hvað er fólk að pæla?“

Tólf létust að meðal­tali ár­lega í um­ferðar­slysum á Ís­landi á síðasta ára­tug saman­borið við 20 ára­tuginn á undan. Á sama tíma liggur þó fyrir að 25.000 Ís­lendingar nota ekki bíl­belti. Al­þjóð­legur minningar­dagur þeirra sem látist hafa í um­ferðar­slysum er í dag.

Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum

Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu.

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum.

Þrjár Co­vid-inn­lagnir

Þrír voru lagðir inn á Landspítala í gær með Covid-19 og liggja nú alls 23 inni. Þrír þeirra hafa lokið einangrun en eru ekki útskrifaðir. Fjórir liggja á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél.

Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi

Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna.

Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg

Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag.

Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti

Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

112 greindust innanlands í gær

117 manns greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þar af voru fimm sem greindust á landamærunum. Því voru þeir sem greindust innanlands 112. 

Fjögurra til átta stiga hiti í dag

Búast má við suðvestanátt í dag, yfirleit tíu til fimmtán metrum á sekúndu. Hvassast verður á norðanverðu landinu og á Öræfum, um fimmtán til tuttugu metrar, en snjókoma til fjalla. Ökumenn á Öxnadalsheiði gætu þá lent í vandræðum vegna hríðarveðurs. Á Austurlandi verður skýjað en úrkomulítið og hiti á landinu á bilinu fjögur til átta stig.

Ráku um fimmtíu gesti út rétt fyrir eitt í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af starfsemi veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna brots á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Risasamningur lokakaflinn í sögunni endalausu

Menntamálaráðuneytið er að semja um rúmlega tveggja milljarða króna nýbyggingu á lóð Menntaskólans í Reykjavík, sem þýðir að senn ætti að hilla undir langþráðar framkvæmdir á lóð skólans. Deilt hefur verið um Cösu Christi áratugum saman, en nú kunna örlög hennar að vera ráðin.

Ban­vænasta árið frá upp­hafi mælinga

Haldið er upp á minningar­dag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ís­land ekki undan­skilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land­spítalanum er sí­fellt stærri vandi á höndum við að manna störf og á­lagið er enn stig­vaxandi vegna far­aldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í út­hringi­veri Co­vid-göngu­deildarinnar, sem bar undra­verðan árangur. Fjallað verður um málið í kvöld­fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Tuttugu og tveir á Land­spítala vegna Co­vid

Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél.

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Fær ekki að flytja inn blendings­hund

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á blendingshundi til Íslands í vikunni. Málið hefur áður komið inn á borð ráðuneytisins. Hundurinn er af tegundinni American Staffordshire Terrier.

Neitar að hafa kallað trans­ konu „karl í kerlinga­pels“

Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungt heilbrigðismenntað fólk. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir