Fleiri fréttir

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Flug­iðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera

Tækni til orku­skipta í flug­iðnaðinum verður ó­lík­lega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo ára­tugi að sögn bresks flug­mála­sér­fræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga all­veru­lega úr losun loft­tegunda sem eru skað­legar fyrir um­hverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda að­gerðum til þess í framkvæmd.

Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn

Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða.

Fara í víðtæka skimun á Dalvík

Smituðum hefur fjölgað töluvert í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 29 greindust smitaðir í gær og þar af 23 á Dalvík og í Dalvíkurbyggð. Til stendur að fara í víðtæka skimun á Dalvík á mánudaginn.

Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu

Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid.

Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin.

Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit

Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum.

Óska eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12.

Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs

Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni.

Hefur kært hótanir í garð Hugar­afls­fólks til lög­reglu

Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra.

Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu

Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um mannekluna á Landspítala en forstjórinn telur að um 200 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa.

Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir

Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum.

179 greindust innan­lands í gær

179 greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað

Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum.

Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda

Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna.

SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum

Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu.

Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist.

Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Fimm hafa sagt upp. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla

Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans.

Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess.

Sjá næstu 50 fréttir