Fleiri fréttir

„Þú gleymir aldrei“

Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna.

Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun

Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag.

Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú.

Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti

Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag.

Hlaup hafið í Vestari-Jökuls­á í Skaga­firði

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni

Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur.

Eyðsla í próf­kjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun

Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 

Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar

„Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum.

Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum

Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni.

Eldur í íbúð við Týsgötu

Einn náði að flýja út úr íbúð við Týsgötu í Þingholtunum í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar eldur kom upp.

Opið í hrað­próf og við­burða­haldarar hvattir til að láta vita

Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en mikil umræða hefur skapast síðustu daga um vöntun á framtíðarhúsnæði fyrir geðsvið Landspítalans. Við heyrum álit ráðherra á því máli. 

Himin­lifandi með boðaða breytingu Svan­dísar

Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg.

25 greindust innan­lands

Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 52 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 48 prósent.

Enn tíðindalaust frá gosstöðvum

Nóttin var tíðindalaus í eldstöðinni við Fagradalsfjall líkt og hefur verið síðustu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið væri óbreytt.

Tuttugu hafa tapað 73 milljónum í ástarsvikum á þremur árum

Á síðustu þremur árum hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 20 tilkynningar um svokölluð ástarsvik, þar af 14 frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjárhagslegt tjón svikamálanna nemur samtals um 73 milljónum króna.

Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður

Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess.

Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag.

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021

Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Þórólfur vill fara hægt í afléttingar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum.

Maður féll í sjóinn á Granda

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Granda í Reykjavík upp úr hádegi í dag eftir að tilkynning barst um mann sem hafði fallið í sjóinn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.