Fleiri fréttir

Líkur á því að karl­maður verði færður upp lista VG

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu.

Hraunrennslið minnkar

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.

Þing­kona í ræktinni hjá systur sinni

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska.

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Fluttur af sótt­kvíar­hótelinu á sjúkra­hús

Flytja þurfti gest á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi nú í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort veikindin voru af völdum Covid-19 eða ekki.

Svandís komin með minnisblað Þórólfs

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur af­hent Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra minn­is­blað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagðar eru til tilslakanir á samkomubanni í minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilað heilbrigðisráðherra í dag. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum jafnframt hvað Katrín Jakobsdóttir sagði um afléttingu samkomutakmarkana á Alþingi í dag.

Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið.

Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum

Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið.

Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir.

Áslaug: Spurningar vöknuðu eftir ríkisstjórnarfund

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir spurningar hafa vaknað um lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús eftir að hún var kynnt á ríkisstjórnarfundi 30. mars. 

Tvö grömm af kannabis komu upp um kolsvartar milljónir

Lögreglan á Suðurlandi lagði á dögunum hald á tvö grömm af kannabisefnum hjá karlmanni búsettum á Suðurlandi. Haldlagning efnanna ein og sér teldist tæplega til tíðinda ef ekki væri fyrir það sem átti eftir að koma í ljós.

Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði

Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli.

Námsmenn fá launahækkun í sumar

2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.

„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“

Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk.

Bíða með að opna nýtt sóttvarnarhús

Áformum um opnun nýs sóttkvíarhótels í Reykjavík hefur verið slegið á frest um sinn. Farþegafjöldi til landsins er umtalsvert minni en áætlað var og í gær voru aðeins tíu manns í vél sem kom hingað frá London.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem skilar í dag minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum.

Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum

Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót.

Stöðvuðu eftirlýstan mann fyrir tilviljun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann snemma í gærkvöldi, sem var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Við úrvinnslu málsins kom í ljós að viðkomandi var eftirlýstur.

Hundrað prósent jafnrétti hjá dúfum

Jafnrétti vefst ekki fyrir dúfum því þær eru með það allt upp á tíu því pabbinn liggur tólf tíma á sólarhring á eggjunum og mamman hina tólf tímana. Þá sér karlinn líka um að gefa ungunum mjólkina sína eins og kerlingin gerir líka.

Tíu illa klæddum vísað frá gos­stöðvunum

Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu takmarkanna samhliða bólusetningu. Það sé þó ekki á hans ábyrgð að gera slíka áætlun.

Sækist ekki lengur eftir starfi um­boðs­manns Al­þingis

Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um starf umboðsmanns Alþingis til baka. Segir hún í Facebook-færslu að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið.

Maður minnisblaðanna, Covid og pólitík í Víglínunni

Fárra minnisblaða er beðið með annarri eins eftirvæntingu og minnisblaða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við hann og formanna og varaformann velferðarnefndar í Víglínunni á Stöð 2 í dag.

Þúsundir skammta af bólu­efni til landsins í vikunni

Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu.

Baron nýtist ekki sem sótt­kvíar­hótel

Hótel Baron við Barónsstíg mun ekki nýtast sem sóttkvíarhótel eftir að hótelið við Þórunnartún fyllist. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi.

Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu

Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda.

Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hraun­tungna

Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum.

Barnasprengja í Mýrdalshreppi – nýr leikskóli byggður

Það er engin lágdeyða í Vík í Mýrdal þó að þar liggi niðri meira og minna öll ferðaþjónusta vegna heimsfaraldursins, því nú á að fara að byggja þar nýjan leikskóla fyrir sextíu börn. Þá þarf sveitarfélagið meira af starfsfólki í grunnskólann og leikskólann því börnum í Mýrdalshreppi fjölgar svo hratt

Fimmtíu orðið fyrir ofbeldi af hendi fyrrverandi maka

Hundrað og tíu manns leituðu til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri, í fyrra samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar. Fimmtíu þolendur tilgreindu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka.

Sjá næstu 50 fréttir