Fleiri fréttir

Sprenging á Grundar­tanga

Sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga nú rétt fyrir ellefu. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom á staðinn stuttu eftir klukkan ellefu en að sögn slökkviliðsstjóra er um minniháttar sprengingu að ræða.

Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi

„Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð.

Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar

Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld.

Sauðburður er hafinn á Suðurlandi

Sauðburður er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi því nokkur fyrirmáls lömb hafa komið í heiminn. Í Fljótshlíð eru lömb komin á allavega þremur bæjum, sem þykir heldur snemmt.

Einn skip­verjanna fluttur á Land­spítala

Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld og rýma svæðið á miðnætti. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Loka fyrir um­ferð klukkan níu og rýma á mið­nætti

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Enginn starfs­maður reyndist smitaður eftir skimun

Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar. 25 starfsmenn Laugarnesskóla voru á meðal þeirra sem fóru í sýnatöku í gær og fengu þeir allir neikvæða niðurstöðu.

Lóan er komin

Vorboði þjóðarinnar, heiðlóan, er komin. Til hennar sást í fjörunni á Stokkseyri í morgun, en fyrstu fregnir af lóunni komu einnig frá Stokkseyrarfjöru fyrir tveimur árum.

„Við munum lenda í vand­ræðum á eftir“

Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun.

Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel

„Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búið er að opna fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu í Geldingadölum og hefur bílastæðum verið fjölgað á svæðinu. Hraun hefur nú þakið botn dalsins og virðist ekkert lát á gosinu.

Vetrarfæri á vegum um allt land

Kuldi og úrkoma síðustu daga veldur því að víða er hálka á vegum um landið. Ökumenn þurfa því að gæta vel að aðstæðum þar sem hálkublettir og snjóþekja eru á vegum í öllum landshlutum.

Þokka­legt veður við gos­stöðvarnar í dag

Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í Geldingadölum í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum.

Tólf há­vaða­út­köll en flestir veitinga­staðir með sótt­varnir á hreinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta.

Ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu lýst yfir

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi hefur verið lýst yfir. Þá hefur verið varað við snjóflóðahættu á Ólafsfjarðarmúla, Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð. Þetta kemur fram á Twittersíðu Vegagerðarinnar.

Bjarni Jóns­son vill leiða lista VG

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann segir áherslur sínar felast í styrkingu innviða, traustri búsetu og fjölskylduvænu samfélagi á landsbyggðinni.

Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“

Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna í Geldingadal þar sem var örtröð í gær en öllu rólegra í dag, hvað gesti varðar en ekki veður. Stormur er á svæðinu og gönguleiðinni lokað.

Appel­sínu­gular við­varanir og vegum lokað

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu.

Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum.

Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi

Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.

Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið

„Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Allt að 37 prósenta verðmunur á páskaeggjum

Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var þann 25. mars.

Sjá næstu 50 fréttir