Fleiri fréttir

„Eins og veikindin séu ekki nóg"

Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar.

Fróaði sér fyrir utan sól­baðs­stofu

Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað og handleikið kynfæri sín í vitna viðurvist, fyrir utan sólbaðsstofu í júlí á síðasta ári.

Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk

Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið.

Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun.

Tíu and­lát tengjast hóp­sýkingunni á Landa­koti

Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn.

Þrjátíu mál inn á borð lögreglu

Þrjátíu verkefni komu inn á borð lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, en í mörgum þeirra þurfti lögreglan að veita sálrænan stuðning, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“

Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll.

Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum

Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna lýsti yfir sigri í nótt. Fráfarandi forseti landsins Donald Trump heldur ásökunum um kosningasvik til streitu án sannana og hefur ekki enn óskað verðandi forseta til hamingju með sigurinn og þannig viðurkennt ósigur sinn.

Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn

Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar.

Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra

Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins.

Þriðji grunnskólinn byggður á Selfossi

Fyrsti áfangi nýs grunnskóla á Selfossi verður tekin í notkun næsta haust. Skólinn hefur fengið nafnið Stekkjaskóli. Í skólanum verður einnig leikskóli og tónlistarskóli.

Snörp og ó­venju­leg skjálfta­hrina í Eyja­firði

Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember.

Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort

Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.