Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2020 15:28 Flutningabíl Aksturs og köfunar var náð upp á þjóðveginn á Hjallahálsi í dag eftir að hann valt þar á föstudag. Loka þurfti Vestfjarðavegi meðan á aðgerðum stóð. Mynd/Gísli Ásgeirsson „Bíllinn var kyrrstæður. Hann hafði stoppað til að víkja fyrir þremur öðrum bílum sem voru að koma á móti. Þá bara seig vegkanturinn undan honum. Þetta er algjört rugl,“ sagði Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, staddur á Hjallahálsi á Vestfjörðum á þriðja tímanum í dag. Gísli var ásamt samstarfsmönnum að ljúka við að fjarlægja flutningabíl frá fyrirtækinu sem valt þar á föstudag. Farmurinn var 20 tonn af laxi frá Arctic Fish á leið frá Bíldudal til Þorlákshafnar. Flutningabíllinn á hliðinni á Hjallahálsi í gær. Fjær má sjá Þorskafjörð og hluta Teigsskógar þar sem lengi hefur staðið til að leggja nýjan láglendisveg í stað fjallvegarins.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Hjallaháls er 336 metra hár fjallvegur milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vegagerðin hefur lengi áformað að leggja fjallveginn af með lagningu láglendisvegar um Teigsskóg. Hér sést hvernig vegkanturinn gaf sig undan trukknum.Gísli Ásgeirsson „Bíllinn er ónýtur en laxinn er að mestu óskemmdur. Björgunarsveitarmenn í Reykhólasveit björguðu farminum. Þeir voru fljótir að því enda alvöru menn og aldir upp í sveit. Laxinn nær meira að segja í skipið í Þorlákshöfn áður en það fer,“ sagði Gísli og þakkar fyrir að enginn hafi slasast. Hann segir að á föstudag hafi níu flutningabílar flutt lax suður en aðeins hafi verið pláss fyrir sex þeirra með ferjunni Baldri, milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Því hafi þeir neyðst til að láta þrjá bíla aka þjóðveginn, sem bílstjórarnir vilji í lengstu lög forðast. Gísli er óhress með þann drátt sem orðið hefur á endurbótum vegakerfisins á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann segir þetta þriðja bílinn sem fyrirtækið missi á þessari leið á síðustu átta árum. Einnig hafi undirverktakar misst þarna flutningabíla. „Það væri réttast að færa Landvernd trukkinn að gjöf. Þetta má skrifast á þeirra reikning. Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði eigandi Aksturs og köfunar en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Patreksfirði. Flutningabílnum náð upp í dag.Gísli Ásgeirsson Í viðtali við framkvæmdastjóra Landverndar í síðasta mánuði kom fram að samtökin teldu að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru að öllum líkindum uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. Ákvörðun Landverndar síðastliðið vor um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg kallaði fram reiðibylgju í athugasemdadálkum vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta, eins og lesa má um í þessari frétt: Teigsskógur Reykhólahreppur Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Bíllinn var kyrrstæður. Hann hafði stoppað til að víkja fyrir þremur öðrum bílum sem voru að koma á móti. Þá bara seig vegkanturinn undan honum. Þetta er algjört rugl,“ sagði Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, staddur á Hjallahálsi á Vestfjörðum á þriðja tímanum í dag. Gísli var ásamt samstarfsmönnum að ljúka við að fjarlægja flutningabíl frá fyrirtækinu sem valt þar á föstudag. Farmurinn var 20 tonn af laxi frá Arctic Fish á leið frá Bíldudal til Þorlákshafnar. Flutningabíllinn á hliðinni á Hjallahálsi í gær. Fjær má sjá Þorskafjörð og hluta Teigsskógar þar sem lengi hefur staðið til að leggja nýjan láglendisveg í stað fjallvegarins.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Hjallaháls er 336 metra hár fjallvegur milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vegagerðin hefur lengi áformað að leggja fjallveginn af með lagningu láglendisvegar um Teigsskóg. Hér sést hvernig vegkanturinn gaf sig undan trukknum.Gísli Ásgeirsson „Bíllinn er ónýtur en laxinn er að mestu óskemmdur. Björgunarsveitarmenn í Reykhólasveit björguðu farminum. Þeir voru fljótir að því enda alvöru menn og aldir upp í sveit. Laxinn nær meira að segja í skipið í Þorlákshöfn áður en það fer,“ sagði Gísli og þakkar fyrir að enginn hafi slasast. Hann segir að á föstudag hafi níu flutningabílar flutt lax suður en aðeins hafi verið pláss fyrir sex þeirra með ferjunni Baldri, milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Því hafi þeir neyðst til að láta þrjá bíla aka þjóðveginn, sem bílstjórarnir vilji í lengstu lög forðast. Gísli er óhress með þann drátt sem orðið hefur á endurbótum vegakerfisins á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann segir þetta þriðja bílinn sem fyrirtækið missi á þessari leið á síðustu átta árum. Einnig hafi undirverktakar misst þarna flutningabíla. „Það væri réttast að færa Landvernd trukkinn að gjöf. Þetta má skrifast á þeirra reikning. Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði eigandi Aksturs og köfunar en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Patreksfirði. Flutningabílnum náð upp í dag.Gísli Ásgeirsson Í viðtali við framkvæmdastjóra Landverndar í síðasta mánuði kom fram að samtökin teldu að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru að öllum líkindum uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. Ákvörðun Landverndar síðastliðið vor um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg kallaði fram reiðibylgju í athugasemdadálkum vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta, eins og lesa má um í þessari frétt:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58