Laufey í Melaskóla verðlaunuð fyrir baráttu gegn einelti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 13:21 Laufey Elíasdóttir fyrir miðju með viðurkenningu sína sem afhent var í Þjóðleikhúsinu í dag. Heimili og skóli Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla hlaut í dag hvatningarverðlaun Heimilis og skóla á Degi gegn einelti. Fjöldamargar tilnefningar bárust og þar af 21 með nafni Laufeyjar og rökstuðningi fyrir því af hverju hún ætti að hljóta þennan heiður. „Laufey hefur haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla frá árinu 2004 eða í rúm sextán ár og hefur verið óþreytandi við að stuðla að vellíðan barna í skólanum. Í rökstuðningi segir m.a. að Laufey hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að efla góðan skólabrag og koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir síðustu ára benda til þess að árangur af starfi skólans í málaflokknum sé aðskila sér í bættum samskiptum og færri eineltismálum,“ segir í tilkynningu frá Heimili og skóla. Hér á eftir fer tilvitnun úr einni af tilnefningunum sem er lýsandi fyrir starf Laufeyjar í gegnum árin: „Hún heldur kennurum og öðru starfsfólki skólans við efnið með því að vera sífellt að deila hugmyndum að verkefnum fyrir bekkjarfundi eða samræður, gefa kennurum tækifæri til að ígrunda um mikilvæg málefni. Hún fræðir nýtt starfsfólk sem kemur til starfa, styður okkur kennarana þegar upp koma mál sem ganga þarf í. Hún er einfaldlega alltaf til staðar og ég ásamt öllum sem til þekkja vitum að þessi elja hennar og staðfesta hefur skipt sköpum í því að bæta líðan nemenda við skólann. Gera skólann að griðarstað þar sem allir eiga að fá að vera öruggir, á sínum forsendum og ánægðir með sjálfa sig eins og þeir eru.“ Úr umsögn fagráðs gegn einelti segir: „Laufey sýnist okkur vera einstaklingur með hjartað á réttum stað, með næmt auga fyrir því sem betur má fara í samskiptum og ómetanlegur drifkraftur í svo stórum skóla sem Melaskóli er. Það er ómetanlegt fyrir skólasamfélag Melaskóla að njóta góðs af hennar störfum, enda þarf ekki að velkjast í vafa um að þarna er eldhugi að verki sem brennur fyrir velferð barna.“ Dagur gegn einelti hefur verið haldinn árlega frá 2011. Heimili og skóli frumsýndu í tilefni dagsins nýtt myndband sem samtökin létu gera fyrir dag gegn einelti. Þar koma fram fyrirmyndir í samfélaginu svo sem forseti Íslands, leikarar, rithöfundar, þáttastjórnendur, íþróttamaður, sérfræðingur, ráðherra o.fl. með skilaboð gegn einelti. Yfirskrift myndbandsins er: Dagur gegn einelti – skilaboð til þín og þar eru persónuleg skilaboð frá fyrrnefndum fyrirmyndum sem ætluð eru áhorfandanum. Í texta sem fylgir myndbandinu segir: Ástæðan fyrir að talað er svo persónulega er sú að við viljum vekja fólk til meðvitundar um að við höfum öll hlutverk í eineltismálum. Ef við verðum vitni að einelti eða öðru ofbeldi erum við strax orðin hluti af því samhengi sem atvikið á sér stað í og höfum þá val um hvað við gerum eða hvort við gerum eitthvað eins og að mótmæla, sýna stuðning, láta einhvern vita eða hvort við gerum ekki neitt. Við höfum öll ábyrgð og getum stöðvað einelti með því að taka afstöðu. Einelti á sér ekki stað í tómarúmi og ef engir væru áhorfendurnir væri líklega ekki einelti til staðar. Einelti hefur áhrif á alla sem verða vitni að því þótt það hafi vissulega enn verri áhrif á þá sem fyrir því verða auk þess sem gerendur lenda oft í vandræðum síðar á lífsleiðinni. Myndbandinu er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um eðli og alvarleika eineltis og að við höfum öll eitthvað að segja um hvort það viðgengst eða ekki. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Áralangt einelti hafði gríðarleg áhrif: „Var kallaður ógeð og mér var sagt að drepa mig trekk í trekk“ „Það þarf einhver að taka ábyrgð á einelti og þeim skaða sem einelti veldur,“ segir Valgarður Reynisson kennari doktorsnemi og þolandi eineltis en hann hefur bent á um leið að sekta jafnvel foreldra geranda svo það sé meiri hvati fyrir fólk að koma í veg fyrir eineltið. 9. nóvember 2020 10:30 Dagur gegn einelti – við höfum öll hlutverk Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. 8. nóvember 2020 09:00 Líf eftir einelti – Hvernig ég varð bitur og drykkfeldur rithöfundur Ég var lagður talsvert í einelti á mínum grunnskólaárum. Hefði ég verið spurður þá hefði ég óhikað svarað að fáir ættu jafn bágt og ég í þeim efnum. En það reyndist þó ekki satt. 4. nóvember 2020 08:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla hlaut í dag hvatningarverðlaun Heimilis og skóla á Degi gegn einelti. Fjöldamargar tilnefningar bárust og þar af 21 með nafni Laufeyjar og rökstuðningi fyrir því af hverju hún ætti að hljóta þennan heiður. „Laufey hefur haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla frá árinu 2004 eða í rúm sextán ár og hefur verið óþreytandi við að stuðla að vellíðan barna í skólanum. Í rökstuðningi segir m.a. að Laufey hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að efla góðan skólabrag og koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir síðustu ára benda til þess að árangur af starfi skólans í málaflokknum sé aðskila sér í bættum samskiptum og færri eineltismálum,“ segir í tilkynningu frá Heimili og skóla. Hér á eftir fer tilvitnun úr einni af tilnefningunum sem er lýsandi fyrir starf Laufeyjar í gegnum árin: „Hún heldur kennurum og öðru starfsfólki skólans við efnið með því að vera sífellt að deila hugmyndum að verkefnum fyrir bekkjarfundi eða samræður, gefa kennurum tækifæri til að ígrunda um mikilvæg málefni. Hún fræðir nýtt starfsfólk sem kemur til starfa, styður okkur kennarana þegar upp koma mál sem ganga þarf í. Hún er einfaldlega alltaf til staðar og ég ásamt öllum sem til þekkja vitum að þessi elja hennar og staðfesta hefur skipt sköpum í því að bæta líðan nemenda við skólann. Gera skólann að griðarstað þar sem allir eiga að fá að vera öruggir, á sínum forsendum og ánægðir með sjálfa sig eins og þeir eru.“ Úr umsögn fagráðs gegn einelti segir: „Laufey sýnist okkur vera einstaklingur með hjartað á réttum stað, með næmt auga fyrir því sem betur má fara í samskiptum og ómetanlegur drifkraftur í svo stórum skóla sem Melaskóli er. Það er ómetanlegt fyrir skólasamfélag Melaskóla að njóta góðs af hennar störfum, enda þarf ekki að velkjast í vafa um að þarna er eldhugi að verki sem brennur fyrir velferð barna.“ Dagur gegn einelti hefur verið haldinn árlega frá 2011. Heimili og skóli frumsýndu í tilefni dagsins nýtt myndband sem samtökin létu gera fyrir dag gegn einelti. Þar koma fram fyrirmyndir í samfélaginu svo sem forseti Íslands, leikarar, rithöfundar, þáttastjórnendur, íþróttamaður, sérfræðingur, ráðherra o.fl. með skilaboð gegn einelti. Yfirskrift myndbandsins er: Dagur gegn einelti – skilaboð til þín og þar eru persónuleg skilaboð frá fyrrnefndum fyrirmyndum sem ætluð eru áhorfandanum. Í texta sem fylgir myndbandinu segir: Ástæðan fyrir að talað er svo persónulega er sú að við viljum vekja fólk til meðvitundar um að við höfum öll hlutverk í eineltismálum. Ef við verðum vitni að einelti eða öðru ofbeldi erum við strax orðin hluti af því samhengi sem atvikið á sér stað í og höfum þá val um hvað við gerum eða hvort við gerum eitthvað eins og að mótmæla, sýna stuðning, láta einhvern vita eða hvort við gerum ekki neitt. Við höfum öll ábyrgð og getum stöðvað einelti með því að taka afstöðu. Einelti á sér ekki stað í tómarúmi og ef engir væru áhorfendurnir væri líklega ekki einelti til staðar. Einelti hefur áhrif á alla sem verða vitni að því þótt það hafi vissulega enn verri áhrif á þá sem fyrir því verða auk þess sem gerendur lenda oft í vandræðum síðar á lífsleiðinni. Myndbandinu er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um eðli og alvarleika eineltis og að við höfum öll eitthvað að segja um hvort það viðgengst eða ekki.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Áralangt einelti hafði gríðarleg áhrif: „Var kallaður ógeð og mér var sagt að drepa mig trekk í trekk“ „Það þarf einhver að taka ábyrgð á einelti og þeim skaða sem einelti veldur,“ segir Valgarður Reynisson kennari doktorsnemi og þolandi eineltis en hann hefur bent á um leið að sekta jafnvel foreldra geranda svo það sé meiri hvati fyrir fólk að koma í veg fyrir eineltið. 9. nóvember 2020 10:30 Dagur gegn einelti – við höfum öll hlutverk Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. 8. nóvember 2020 09:00 Líf eftir einelti – Hvernig ég varð bitur og drykkfeldur rithöfundur Ég var lagður talsvert í einelti á mínum grunnskólaárum. Hefði ég verið spurður þá hefði ég óhikað svarað að fáir ættu jafn bágt og ég í þeim efnum. En það reyndist þó ekki satt. 4. nóvember 2020 08:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Áralangt einelti hafði gríðarleg áhrif: „Var kallaður ógeð og mér var sagt að drepa mig trekk í trekk“ „Það þarf einhver að taka ábyrgð á einelti og þeim skaða sem einelti veldur,“ segir Valgarður Reynisson kennari doktorsnemi og þolandi eineltis en hann hefur bent á um leið að sekta jafnvel foreldra geranda svo það sé meiri hvati fyrir fólk að koma í veg fyrir eineltið. 9. nóvember 2020 10:30
Dagur gegn einelti – við höfum öll hlutverk Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. 8. nóvember 2020 09:00
Líf eftir einelti – Hvernig ég varð bitur og drykkfeldur rithöfundur Ég var lagður talsvert í einelti á mínum grunnskólaárum. Hefði ég verið spurður þá hefði ég óhikað svarað að fáir ættu jafn bágt og ég í þeim efnum. En það reyndist þó ekki satt. 4. nóvember 2020 08:31