Fleiri fréttir

Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“

Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna

Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“

Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna.

Vöxtur seinni bylgjunnar hægari en óvissan mikil

Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani.

Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið

Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag.

Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast.

Einn greindist með veiruna í gær

Einn greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindist hann hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Gagnrýnir þá sem segja „All Lives Matter“

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins.

Allt of margir hafa smitast af veirunni á djamminu

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu.

Fá hálfa milljón hvor í miska­bætur í vegna LÖKE-málsins

Varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og fé­lagi hans fengu alls 550 þúsund krón­ur hvor í miska­bæt­ur frá rík­inu fyr­ir ólög­mæta hand­töku, hús­leit og aðrar þving­un­araðgerðir í tengslum Löke-málið svokallaða sem upp kom 2015.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsmaður sem sinnir umönnun á hjúkrunarheimilinu Hömrum hefur verið greindur með kórónuveiruna. Starfsmaðurinn hafði verið við störf í um tvær klukkustundir þegar hann fékk símtal um að náinn ættingi hafði greinst með veiruna.

Kominn úr öndunarvél

Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél.

Sjá næstu 50 fréttir