Fleiri fréttir

Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Beðið verður með frekari afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir að nýtt innanlandssmit greindist í gær.

Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung

Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans.

Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum

Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars.

Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úr­hellis

Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum.

Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði

Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins.

Yfir 20 stiga hiti í dag

Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt í dag en þó dálítil rigning eða skúrir og svalt á Norðaustur- og Austurlandi.

Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina

Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist.

„Þessi harmleikur er ekkert slys“

Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi.

Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins

Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi.

Vegir opnaðir aftur eftir slysið

Búið er að opna Hvalfjarðargöng fyrir umferð á nýjan leik. Þeim var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss þar sem tvö mótorhjól og húsbíll lentu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.

„Þetta var svona Davíð og Golíat móment“

Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til að vekja athygli á sínum málstað. Framboðið hafi kostað um tvær milljónir sem hann greiði að miklum hluta sjálfur.

Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.

Lögðu blóm að Bræðra­borgar­stíg 1

Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 

Ekkert nýtt innan­lands­smit

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans.

Helstu við­bragðs­aðilar fara undir eitt þak

Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila.

Sjá næstu 50 fréttir