Fleiri fréttir

Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna

Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Stjórnvöld spá níu prósenta samdrætti á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hvalárvirkjun slegið á frest um óákveðinn tíma

VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku, sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Báðir starfsmenn missa vinnuna að sögn framkvæmdastjórans. 

Boðað til fundar í Eflingarverkalli

Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn.

Segir ekkert gert til að draga úr mestu plastmenguninni

Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi.

Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.800 eftir tvö ný smit

Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjustu upplýsingum á síðunni covid.is. Engin ný smit höfðu greinst síðustu þrjá dagana á undan. Alls hefur nú 1.801 greinst með veiruna hér á landi.

Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís

Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið.

Sendiráðin kanna áhuga á tvíhliða ferðasamningum

Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra.

Handtóku sofandi ferðamann

Lögreglan segist hafa haft afskipti af erlendum ferðamann sem hafði lagt til hvílu á gangstétt við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur

„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“

Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður.

Vilja græða landið með gori og blóði

Norðlenska hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Stefnt er að því að létta frekar á samkomubanninu 25. maí en þá verða líkamsræktarstöðvar meðal annars opnaðar. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir