Fleiri fréttir

Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega

Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis.

Alma, Víðir og Þórólfur nýi Dallas eldri borgara

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara, hrósaði Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í hástert á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

Ber við minnisleysi

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl.

Faraldurinn hefur náð hápunkti

Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi.

„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“

Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda.

Búið að taka yfir 30.000 sýni

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.616 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um þrjátíu frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Búið er að taka yfir 30.000 sýni.

Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð

Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum.

Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund

Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna.

Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars.

Varar fórnarlömb veirunnar við því að fagna of snemma

Helgi Jóhannesson lögfræðingur varar fólk eindregið við því að sýkjast af kórónuveirunni og hvetur alla til þess að fara varlega. Mikilvægt sé að þeir sem sýkist hafi í huga að bataferlið sé langhlaup.

Banaslys í miðbæ Reykjavíkur

Banaslys varð í miðbæ Reykjavíkur snemma í gærmorgun er ungur maður, fæddur árið 1992, féll niður til jarðar af þriðju hæð í fjölbýlishúsi.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.