Fleiri fréttir

Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður flokksins eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar.

Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni

Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar.

Skipverjarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni

Sýni hafa verið tekin af sjö af þeim 17 skipverjum á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem höfðu glímt við veikindi. Togarinn kom að landi í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi en tuttugu voru um borð í skipinu en þrír voru sagðir mikið veikir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hræðilegt ástand á Ítalíu vegna kórónuveirunnar og 20 milljarða króna efnahagsaðgerðir sem samþykktar voru á Alþingi í dag eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Kom á óvart hversu mikið þurfti að draga úr starfi leik- og grunnskóla

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það hafi komi aðeins á óvart hversu mikið hefur þurft að draga úr þjónustu leik- og grunnskóla víða vegna samkomubannsins sem sett var á til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu

Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið.

Munu ekki hika við að setja á út­göngu­bann ef talið er að þess þurfi

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga.

Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun

Þúsundir Íslendinga sem glíma við lungnasjúkdóm hafa verið í sjálfskipuðu sóttkví síðastliðinn mánuð og sjá fram á félagslega einangrun næstu mánuði. Formaður Samtaka lungnasjúklinga segir þetta eina í stöðunni en hefur áhyggjur af andlegri hlið félagsmanna.

17 af 20 veikir í togara í Eyjum

Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir.

Skoða stærri framkvæmdir

„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert.“

Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar

Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum

Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið.

Sjá næstu 50 fréttir