Fleiri fréttir

Sau­tján stiga hiti mældist á Seyðis­firði í nótt

Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi.

Frestast að taka nýju stóla­lyftuna í Hlíðar­fjalli í notkun

Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum.

Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi

Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit.

Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum.

Mælir gegn því að fólk bursti tennurnar strax eftir neyslu orku­drykkja

Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum.

KSÍ fækkar í liði sínu og segir upp reynslumiklum starfsmanni

Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis.

And­lát á dvalar­heimili til rann­sóknar

Andlát karlmanns á tíræðisaldri á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, um miðjan janúar er nú til rannsóknar hjá Landlæknisembættinu.

Borgin í minni­hluta innan SORPU með meiri­hluta á­byrgða

Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir