Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesi. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og þá hefur jarðskjálftahrina verið í gangi á svæðinu.

Wu­han-veiran og öldrun þjóðarinnar í Víg­línunni

Verður meðal annars rætt við Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumann bráðaþjónustu Landspítalans, um það hvernig bráðamóttakan og íslenskt heilbrigðiskerfi er í stakk búið til að bregðast við tilfellum Wuhan-veirunnar ef til þess kæmi.

Kallar eftir endur­skoðun á fyrir­komu­lagi opin­berra inn­kaupa

Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar.

Segir of margt fatlað fólk búa á úreltum sambýlum

Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði.

Gamlir plast­pokar vekja upp minningar

Ef til vill dettur fæstuml í hug að plastpokar hafi eitthvað sögulegt gildi. Minjasafnið á Akureyri hefur opnað sýningu þar sem plastpokinn er í aðalhlutverki.

Enginn með allar tölur réttar

Fimm miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hver þeirra rúmlega 160 þúsund krónur.

Mikilvægt að almenningur komi að endurskoðun á stjórnarskrá

Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að stjórnvöld muni nýta sér niðurstöður nýrrar könnunar þar sem almenningi gafst tækifæri til að rökræða breytingar á stjórnarskránni. Oft breyttist afstaða fólks að lokinni umræðu. Prófessor frá Stanford segir að stjórnvöld í 30 löndum hafi nýtt sér aðferðina

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður haldið áfram að fjalla um kórónaveiruna sem á upptök sín í Wuhan-borg. Á fimmta tug eru látnir og smit tilfelli á heimsvísu nálgast fjórtán hundruð.

Óttast slys vegna lélegra merkinga á Reykjanesbraut

Stikur sem skilja að akreinar nærri Vallahverfi voru hjúpaðar í snjó þannig að ekki sást hvert þær vísuðu, að sögn ökumanns sem átti leið um Reykjanesbrautina í kvöld. Hann óttast að slys verði vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.