Fleiri fréttir

Varað við veðri og vatnavöxtum víða um land

Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum.

Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið

Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt.

Ekki í belti og sennilega ekki hæfur til að aka strætisvagninum

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður hópbifreiðar sem lést eftir að misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrest og lyfjanotkunar.

Vonast til að ná fyrsta bátnum upp úr höfninni í dag

Vinna er hafin við að hreinsa upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudagskvöld. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í samtali við fréttastofu að mikið verk sé fyrir höndum en vonast er til þess að það takist að koma fyrsta bátnum, Blossa, í land í dag.

Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði

Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning.

Sjá næstu 50 fréttir