Fleiri fréttir

Nærir sálina að hitta fólk

Borgarhönnun er límið á milli húsanna og fer fram í almannarýminu þar sem mannlífið er. Það er mikilvægt að hafa litla kjarna í hverfunum þar sem nágrannar mætast. Betri hönnun og skipulag getur stuðlað að betri heilsu og auknum lífsgæðum.

Bilaður bátur tekinn í tog við Húnaflóa

Þór, eitt varðskipta Landhelgisgæslunnar, sótti í morgun fiskibát á Húnaflóa. Var stýrisvél bátsins biluð og því hafði skipstjóri hans samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Ár og vötn þornað upp í sumar

Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu.

Skynsemi ráði siglingum

Í gær rákust tveir smábátar á við Langanes og þurftu björgunarskip að draga þá í land. Vont var í sjó og hvasst.

Kauphegðunin breytist hratt

Formaður Neytendasamtakanna segir vanta rannsóknir á netverslun Íslendinga og vill stórefla neytendarannsóknir. Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. Ný Evrópureglugerð mikil búbót fyrir þann sífellt stækkandi hóp sem kýs að versla á netinu.

Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis

Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur.

Rákust harkalega saman

Klukkan hálf ellefu í morgun voru björgunarsveitir á Norðausturlandi kallaðar út vegna tveggja strandveiðibáta í vanda.

Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús

Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum.

Fallið frá öðru málinu á hendur FEB

Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum.

Tveir bátar rákust saman við Langanes

Leki kom að öðrum bátnum sem bátsverjar hafa að einhverju leiti náð tökum á. Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn frá Þórshöfn eru komnir á staðinn með dælur til þess að aðstoða.

Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær

Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag.

Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar

Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum.

Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna

Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn.

Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði

Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt.

Sjá næstu 50 fréttir