Fleiri fréttir

„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok"

"Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga.

Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf

Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu

Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni.

Prjónar aðallega út í loftið

Hópur kvenna hefur í sumar prjónað yfir hundrað og þrjátíu flíkur sem gefnar verða í gott málefni. Sú elsta í hópnum er 95 ára en lætur ekki skerta sjón stoppa sig og gefur hinum yngri ekkert eftir við prjónaskapinn.

Mannréttindabaráttu lýkur aldrei

"Mannréttindabaráttu lýkur aldrei. Það er nú bara einfaldlega þannig. Þannig að nú gleðjumst við yfir þeim áfanga sem við höfum náð og höldum áfram með þá sem við þurfum að ná næst,“ segir Felix Bergsson.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti.

Neytendasamtökin skera upp herör gegn smálánastarfsemi

Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Formaður samtakanna segir þau hafa skorið upp herör gegn smálánastarfsemi undanfarið.

Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur

Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.