Fleiri fréttir

Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum

Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð.

WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu

Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar.

Til skoðunar að opna kvennaathvarf á Norðurlandi

Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni.

Leið vel í ræðustól Alþingis

Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.

Útilokað að Norðmenn reisi bragga

Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum.

Leiðsögn líkist einleik

Þór Tulinius er sextugur í dag og ætlar að kalla á sína í kaffi. Hann er leikari og líka ökuleiðsögumaður. Segir ferðafólk dolfallið yfir okkar einstaka landi.

Segir Vilhjálm vega að æru látins föður síns

Þorsteinn Víglundsson, varformaður Viðreisnar, segir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi vegið að æru Þorsteins og föður hans, Víglundar Þorsteinssonar, með því að ýja að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár. Víglundur lést í nóvember á síðasta ári.

Segir peningana sogast suður

Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits.

Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini

Ræðuritarar Alþingis eiga eftir að snúa 150 klukkustundum af þingræðum yfir á texta sem fer á vef þingsins. Þar af eru 130 klukkutímar um þriðja orkupakkann. Ný tækni talgreinis hjálpar mikið til en misskilur stundum sumt.

Útskrift 2.637 háskólanema

Þær verða væntanlega nokkrar útskriftarveislurnar í dag þegar háskólar borgarinnar brautskrá 2.637 nemendur.

Slagsmál, stympingar og fíkniefni

Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað.

24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna

Síðastliðna þrjá áratugi hefur forseti Íslands sæmt um níu hundruð Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir hafa hins vegar hafnað því að þiggja þetta æðsta heiðursmerki íslenska ríkisins.

Ákæra fyrir grófa hótun

Lögreglumál Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans.

Biskupsstofa flytur í gamla húsnæði WOW air

Biskupsstofa hefur tekið á leigu 3. hæð að Katrínartúni 4 á Höfðatorgi í Reykjavík og mun flytja þangað úr Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, að því er fram kemur í tilkynningu á vef þjóðkirkjunnar.

Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga

Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt.

Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann

Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti.

50 milljóna króna sekt stendur

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu.

Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast

Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest

Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa

Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar.

Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg

Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina.

„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“

"Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði.

Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.