Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Umræða um þriðja orkupakkann tók 138 klukkustundir. Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira