Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Umræða um þriðja orkupakkann tók 138 klukkustundir. Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira