Fleiri fréttir

Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð

Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun.

Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt

Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum

Ráðherra stóðst prófið

Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðalögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Lögmenn ALC túlka niðurstöðuna á þann veg að ALC þurfi að greiða 87 milljónir króna til að fá vélina afhenta en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia.

Bjarni vill skil­greina betur rétt sjúk­linga

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum.

Katrín og May funduðu í Downingstræti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag.

Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla.

Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar

Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði.

Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum

Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.

Atvinnulausir tvöfalt fleiri en laus störf

Atvinnuþátttaka á fjórðungnum var að jafnaði 81%, eða að meðaltali um 205.700 manns. Þar af töldust að meðaltali 6.200 manns vera atvinnulausir eða um 3,0%.

Telur ljóst að öfgafemínismi skaði málstaðinn

Kolbrún Bergþórsdóttir, umsjónarmaður Menningar í Fréttablaðinu, leiðarahöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, segir svokallaða dólgafemínista mega hafa það í huga að ofstækisfull barátta skaði málstað fremur en að vinna honum gagn.

Í klóm ofbeldis

Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar.

Kaldar nætur í vændum

Eftir hlýindin undanfarið hefur kaldara loft nú borist yfir landið úr norðri að sögn Veðurstofunnar.

Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum

Háþróaður búnaður Vaðlaheiðarganga sem les af númeraplötum bifreiða á í vandræðum með að lesa af gömlum svörtum númeraplötum. Ekki loku fyrir það skotið að slíkir bílar fari í gegn án þess að vera rukkaðir fyrir ferðina.

Við ætlum að breyta þjóðfélaginu

Sá tími er liðinn að verkalýðshreyfingin sé bara í baráttuhug einu sinni á ári. Þetta sagði formaður Eflingar í ræðu sinni á baráttudegi verkalýðsins.

Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn

Af fjórum kæruatriðum Jarðarvina gegn vinnubrögðum Hvals hf. eru tvö enn til rannsóknar. Lögreglustjórivildi hætta rannsókn á brotum er varða verkunaraðferðir Hvals en ríkissaksóknari skipaði að rannsókn skyldi halda áfram.

Hælisleitendur fara í Keflavíkurgöngu

Hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra ætla að vekja athygli á stöðu sinni með því að fara í Keflavíkurgöngu á laugardaginn. Þeir krefjast þess meðal annars að brottvísunum til óöruggra landa verði hætt, þeir fái tímabundin atvinnuleyfi og að búðunum á Ásbrú verði lokað.

Verða að kanna notkun piparúða á mótmælendur

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur sent erindi Semu Erlu Serdar, fyrir hönd Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitur og flóttafólk á Íslandi, til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til meðferðar.

Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra

Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli.

Skýra þurfi reglugerð um niðurgreiðslu tannréttinga barna með skarð í gómi

Forstjóri Sjúkratrygginga segir að skýra þurfi betur reglur um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga barna með skarð í gómi. Hún segir stofnunina fara að þeim reglum sem henni séu settar. Foreldrar barna með skarð í gómi hafa lengi barist fyrir því að fá tannréttingar barna sinna niðurgreiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í dag fóru fram hátíðarhöld í yfir 30 sveitarfélögum. Í ræðu sinni minnti formaður Eflingar á hversu öflug verkalýðsbaráttan sé með góðri samstöðu.

Sjá næstu 50 fréttir