Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2019 06:00 Alríkisdómstóllinn í miðbæ Los Angeles í Kaliforníu. Mynd/Google Streetview Búast má við að réttarhöldum í lagastuldarmáli vegna laganna Söknuðar og You Raise Me Up verði ekki lokið fyrr en eftir um eitt ár. Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason hefur stefnt segja bæði lögin byggja á sömu gömlu tónsmíðunum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Þetta segir í skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Los Angeles fyrir viku. Um er að ræða sameiginlegt skjal þar sem lögmaður Jóhanns Helgasonar annars vegar og lögmenn ýmissa stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt hins vegar fara yfir meginsjónarmið sín í málinu. Eins og fram hefur komið hefur Jóhann Helgason stefnt norska lagahöfundinum Rolf Løvland og stórfyrirtækjum á borð við Warner, Universal, Apple og Spotify vegna meints stuldar á laginu Söknuði frá árinu 1977. Það hafi verið gert með laginu You Raise Me Up sem fyrst kom út 2001.Fionnuala Sherry, samstarfsmaður Rolfs Løvland, er á vitnalistanum.Mynd/WikipediaVegna fyrningarreglna kemur fram að Jóhann fer ekki fram á hlutdeild í tekjum sem sköpuðust vegna You Raise Me Up nema þrjú ár aftur í tímann frá því stefna var lögð fram 29. nóvember síðastliðinn. Ofan á þetta gerir Jóhann hins vegar kröfu um bætur. Lögmenn fyrirtækjanna segjast munu skila inn yfirliti yfir tekjur sem You Raise Me Up skilað frá og með 29. nóvember 2015. Þau Ava Badiee, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, lögmenn sem fara með málið fyrir hönd Universal, Warner Bros, UMG Recordings og Peermusic, Ltd., segja það ekki koma sér á óvart að Jóhann hafi ekki sett fram stefnu í málinu öll þau ár sem liðin séu frá því You Raise Me Up náði heimsfrægð í flutningi Josh Groban árið 2003. Þau litlu tónlistarlegu líkindi sem séu með lögunum tveimur megi einnig finna í vinsælum lögum sem séu eldri en bæði umrædd lög, sérstaklega í írska þjóðlaginu Danny Boy. „Greining tónlistarsérfræðings staðfestir, í ljósi þess hversu aðgengileg eldri lög eru, að stefnandi [Jóhann] getur ekki komist nálægt því að sýna fram á markverð líkindi,“ segja lögmennirnir. „Jafnvel þótt stefnandi gæti sýnt fram á að Løvland hafi einhvern tíma heyrt Söknuð þá væri það ekki nóg til að setja fram kröfu um lagastuld þegar markverð líkindi eru ekki fyrir hendi.“ Í þessu ljósi boða Badiee, Slotnick og Dickstein kröfu um frávísun en lögmenn beggja aðila eiga að mæta fyrir dómara í Los Angeles eftir viku eða í framhaldi af því. Þau segja að kostnaðarsamt og tímafrekt yrði að að komast að því hvort Løvland hafi haft aðgang að Söknuði og hvort um sjálfstæð sköpunarverk væri að ræða og fullyrða að hvorugt þessara atriða ætti að hafa áhrif á ákvörðun um að vísa málinu frá. Þá setja lögmenn fyrirtækjanna fram efasemdir um lagið Söknuð. Segja þeir Jóhann „halda því fram“ að hann hafi samið Söknuð sem „hafi að sögn“ komið út á Íslandi árið 1977. Fram kemur í skjalinu að ekki hafi tekist að birta Rolf Løvland sjálfum stefnuna. Lögmaður Jóhanns segir Løvland í tvígang hafa endursent stefnuna óundirritaða. Unnið sé að því að stefna Norðmanninum samkvæmt alþjóðlegum samningum. Því eigi að vera lokið í síðasta lagi 26. júní næstkomandi. Samkvæmt skjalinu hafa lögmennirnir rætt möguleikann á sátt í málinu. „Aðilarnir hafa átt forviðræður um sátt sem ekki báru ávöxt,“ segir um þetta atriði. Verði af frekari sáttaviðræðum kjósi þeir að ráða einkamálamiðlara til að taka þátt í þeim. Þann tíunda maí eiga fulltrúar málsaðilanna að mæta fyrir Andre Birotte Jr. dómara til að ákveða dagskrá málsins í framhaldinu. Lögmaður Jóhanns gerir fyrir sitt leyti kröfu um að málið verði rekið frammi fyrir kviðdómi. Miðað við tímaáætlun í margnefndu skjali verður málið ekki til lykta leitt fyrr en eftir eitt ár með réttarhöldum sem gætu tekið fimm til sjö daga. Verði af réttarhöldunum boða báðir aðilar að þeir muni kalla til að minnsta kosti sjö vitni. Lögmaður Jóhanns tilgreinir íslenska tónlistarmenn og útvarpsfólk sem hefur haft kynni af Rolf Løvland eða talið er geta varpað ljósi á það hvernig Løvland gæti hafa komist í snertingu við lagið Söknuð á sínum tíma, meðal annars í heimsóknum og vinnuferðum á Íslandi. Meðal þeirra sem eru sérstaklega nefndir á vitnalistanum af hálfu lögmanns Jóhanns er írska söngkonan og fiðuleikarinn Fionnuala Sherry, meðlimur Secret Garden, hljómsveitar Løvlands. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Búast má við að réttarhöldum í lagastuldarmáli vegna laganna Söknuðar og You Raise Me Up verði ekki lokið fyrr en eftir um eitt ár. Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason hefur stefnt segja bæði lögin byggja á sömu gömlu tónsmíðunum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Þetta segir í skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Los Angeles fyrir viku. Um er að ræða sameiginlegt skjal þar sem lögmaður Jóhanns Helgasonar annars vegar og lögmenn ýmissa stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt hins vegar fara yfir meginsjónarmið sín í málinu. Eins og fram hefur komið hefur Jóhann Helgason stefnt norska lagahöfundinum Rolf Løvland og stórfyrirtækjum á borð við Warner, Universal, Apple og Spotify vegna meints stuldar á laginu Söknuði frá árinu 1977. Það hafi verið gert með laginu You Raise Me Up sem fyrst kom út 2001.Fionnuala Sherry, samstarfsmaður Rolfs Løvland, er á vitnalistanum.Mynd/WikipediaVegna fyrningarreglna kemur fram að Jóhann fer ekki fram á hlutdeild í tekjum sem sköpuðust vegna You Raise Me Up nema þrjú ár aftur í tímann frá því stefna var lögð fram 29. nóvember síðastliðinn. Ofan á þetta gerir Jóhann hins vegar kröfu um bætur. Lögmenn fyrirtækjanna segjast munu skila inn yfirliti yfir tekjur sem You Raise Me Up skilað frá og með 29. nóvember 2015. Þau Ava Badiee, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, lögmenn sem fara með málið fyrir hönd Universal, Warner Bros, UMG Recordings og Peermusic, Ltd., segja það ekki koma sér á óvart að Jóhann hafi ekki sett fram stefnu í málinu öll þau ár sem liðin séu frá því You Raise Me Up náði heimsfrægð í flutningi Josh Groban árið 2003. Þau litlu tónlistarlegu líkindi sem séu með lögunum tveimur megi einnig finna í vinsælum lögum sem séu eldri en bæði umrædd lög, sérstaklega í írska þjóðlaginu Danny Boy. „Greining tónlistarsérfræðings staðfestir, í ljósi þess hversu aðgengileg eldri lög eru, að stefnandi [Jóhann] getur ekki komist nálægt því að sýna fram á markverð líkindi,“ segja lögmennirnir. „Jafnvel þótt stefnandi gæti sýnt fram á að Løvland hafi einhvern tíma heyrt Söknuð þá væri það ekki nóg til að setja fram kröfu um lagastuld þegar markverð líkindi eru ekki fyrir hendi.“ Í þessu ljósi boða Badiee, Slotnick og Dickstein kröfu um frávísun en lögmenn beggja aðila eiga að mæta fyrir dómara í Los Angeles eftir viku eða í framhaldi af því. Þau segja að kostnaðarsamt og tímafrekt yrði að að komast að því hvort Løvland hafi haft aðgang að Söknuði og hvort um sjálfstæð sköpunarverk væri að ræða og fullyrða að hvorugt þessara atriða ætti að hafa áhrif á ákvörðun um að vísa málinu frá. Þá setja lögmenn fyrirtækjanna fram efasemdir um lagið Söknuð. Segja þeir Jóhann „halda því fram“ að hann hafi samið Söknuð sem „hafi að sögn“ komið út á Íslandi árið 1977. Fram kemur í skjalinu að ekki hafi tekist að birta Rolf Løvland sjálfum stefnuna. Lögmaður Jóhanns segir Løvland í tvígang hafa endursent stefnuna óundirritaða. Unnið sé að því að stefna Norðmanninum samkvæmt alþjóðlegum samningum. Því eigi að vera lokið í síðasta lagi 26. júní næstkomandi. Samkvæmt skjalinu hafa lögmennirnir rætt möguleikann á sátt í málinu. „Aðilarnir hafa átt forviðræður um sátt sem ekki báru ávöxt,“ segir um þetta atriði. Verði af frekari sáttaviðræðum kjósi þeir að ráða einkamálamiðlara til að taka þátt í þeim. Þann tíunda maí eiga fulltrúar málsaðilanna að mæta fyrir Andre Birotte Jr. dómara til að ákveða dagskrá málsins í framhaldinu. Lögmaður Jóhanns gerir fyrir sitt leyti kröfu um að málið verði rekið frammi fyrir kviðdómi. Miðað við tímaáætlun í margnefndu skjali verður málið ekki til lykta leitt fyrr en eftir eitt ár með réttarhöldum sem gætu tekið fimm til sjö daga. Verði af réttarhöldunum boða báðir aðilar að þeir muni kalla til að minnsta kosti sjö vitni. Lögmaður Jóhanns tilgreinir íslenska tónlistarmenn og útvarpsfólk sem hefur haft kynni af Rolf Løvland eða talið er geta varpað ljósi á það hvernig Løvland gæti hafa komist í snertingu við lagið Söknuð á sínum tíma, meðal annars í heimsóknum og vinnuferðum á Íslandi. Meðal þeirra sem eru sérstaklega nefndir á vitnalistanum af hálfu lögmanns Jóhanns er írska söngkonan og fiðuleikarinn Fionnuala Sherry, meðlimur Secret Garden, hljómsveitar Løvlands.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15