Fleiri fréttir

Geislinn gleymdist í gangi

Þá fóru viðvörunarkerfi í gang á tveim stöðum í austurborginni í kringum miðnætti.

Sex hundruð milljónir til skiptanna

Viðræður um bótafjárhæðir fara nú fram milli setts ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum síðasta haust. Því fé sem stjórnvöld hyggjast verja til sáttanna verður deilt milli fólksins meðal annars eftir lengd frelsissviptingar.

Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum

Karlmaður á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að hafa veist að ljós- mæðrum á vakt og krafist morfíns. Jafn alvarlegt að ráðast á ljósmæður á vakt og lögreglumenn við skyldustörf.

Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél

23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir.

Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði

Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið.

Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar

Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans.

Höfnuðu kröfu Klaustursþingmanna

Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klaustursmálinu var hafnað af stjórn Persónuverndar í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við áfram um morðið í Mehamn í Norður-Noregi en Íslendingarnir tveir sem handteknir voru vegna morðsins á þeim þriðja voru leiddir fyrir dómara nú síðdegis þar sem krafist var fjögurra og eins vikna gæsluvarðhalds.

Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts

Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts

Beðið eftir íslenskum túlk

Ástæðan fyrir töfunum er sú að enn er beðið eftir íslenskum túlki sem mennirnir eiga rétt á en túlkurinn hefur átt í erfiðleikum með að komast til norðurhluta Noregs vegna flugmannaverkfalls sem er í gangi.

Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA

Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna.

Enginn getur tekið sér lögregluvald

Þetta segir starfandi dóms­mála­ráð­herra um fram­göngu tveggja manna á fundi Sjálf­stæðis­fé­laganna í Kópa­vogi um þriðja orku­pakkann á laugardagskvöld.

Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfir­heyrðir á mið­viku­dag

Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.

Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW

Afleiðingar gjaldþrots WOW air teygja anga sína víða. Hætt hefur verið við árshátíðarferð starfsfólks Vinnumálastofnunar, sem fara átti fram erlendis, vegna gjaldþrots flugfélagsins. Starfsfólkið svekkt en stendur þó þétt saman.

Ónæmisgallar eru sjúkdómur en ekki aumingjaskapur

Formaður Lindar, félags um meðfædda ónæmisgalla, segist í raun ljónheppin að hafa enn verið á lífi þegar hún greindist með sjúkdóminn á fullorðinsaldri. Yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins segir mikilvægt að nú sé farið að skima fyrir alvarlegustu tilfellunum hjá öllum nýburum.

Þrír Bretar settir í farbann

Þetta stað­festir Margeir Sveins­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn

Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í Vogabyggð

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg.

Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist

Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa drauma ferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum.

Hundrað konur í Zumba í sundi á Selfossi

"Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu á Selfossi, sem fagnar 20 ára afmæli þessa dagana.

Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“

Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag.

Sjá næstu 50 fréttir