Fleiri fréttir

Glaður yfir að fara ekki

Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð.

Pína á álverið að samningaborðinu

Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA.

Kynbundið ofbeldi gegn feðrum sé viðurkennt

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar sagði í umræðum á Alþingi í gær að samfélagið eigi að hætta að tipla á tánum í kringum þá staðreynd að þegar kerfisbundið er komið í veg fyrir að feður geti notið samvista við börnin sín, oft svo árum skiptir, þá er það ekkert annað en kynbundið ofbeldi.

Ungir gera sjaldan erfðaskrá

Flóknar samsettar fjölskyldur ættu að huga að því að gera erfðaskrá svo ekki þurfi að skipta búi maka við andlát. Ekki má ráðstafa öllum eignum sínum með erfðaskrá ef börn eða maki eru með í spilinu.

Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu

Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Einhuga um eflingu hafrannsókna

Þingmenn allra flokka lýstu því yfir á Alþingi að efling hafrannsókna við landið séu afar mikilvægar. Þjóðhagslegt mikilvægi rannsókna réttlæti fjárútlát. Þetta ætti við um mælingar einstakra stofna sem grunnrannsóknir.

Alþingi tekur peningamálin á dagskrá

Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum eru flutningsmenn tillögu um skipan nefndar um úttekt á fyrirkomulagi peningamyndunar í landinu.

Nýr meirihluti í Borgarbyggð

Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa komið sér saman um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn.

Snorri í Betel mun sækja sér bætur

Snorri Óskarsson, jafnan kenndur við Betel, mun sækja sér bætur til Akureyrarbæjar vegna uppsagnar sem dæmd hefur verið ólögmæt, hafi bærinn sjálfur ekki frumkvæði að því að greiða honum bætur vegna málsins.

Flensan komin á skrið

Flensan virðist nú vera farin að ná sér á strik og hefur fjölgað mikið þeim sjúklingum sem sækja á bráðamóttöku Landsspítalans vegna þess.

Vetrarveður á landinu

Það verður suðlæg átt 8 til 15 metrar á sekúndu austanlands nú með morgninum en annars staðar hægari breytileg átt samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Nenna ekki að greina skilti

Umhverfisstofnun fékk einungis eitt svar við bréfi sínu til sveitarfélaga varðandi auglýsingaskilti sem standa í leyfisleysi meðfram vegum í dreifbýli.

Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun

Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á.

Hjallastefnan óskar eftir meira fjármagni

Hjallastefnan fer fram á endurskoðun á samning um fjármögnun grunnskóla Hjallastefnunnar með þeim hætti að skólinn fái svipað fjármagn og í öðrum sveitarfélögum. Foreldrar barna við skólann hafa sent bæjaryfirvöldum sambærilega áskorun.

Vilja sanngirni á Reykjavíkurflugvelli

Sveitarstjórnir úti á landi samþykkja hver af annarri þessa dagana ályktanir vegna skipulagsmála á Reykjavíkurflugvelli þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lokun á norðaustur-suðvesturbraut, sem heitir 06/24 en sumir kalla neyðarbraut.

Landsvirkjun þrýsti á um breytingar á reglum

Ef drög að reglum um verkefnisstjórn rammaáætlunar verða að veruleika verður stjórnin að taka virkjanakosti sem áður voru í verndarflokki til umræðu. Þrýstingur frá Landsvirkjun virðist hafa valdið breytingunum.

Fá ódýrara vatn fyrir sæeyrun

Fyrirtækið Sæbýli ehf. segist stefna að því að framleiða alls 140 tonn af verðmætum sæeyrum, sæbjúgum og ígulkerum í eldisstöð sinni á Eyrarbakka.

Ráðherra vill höggva á hnútinn

Innanríkisráðherra hefur lagt fram þá hugmynd að legu Hringvegarins á Austurlandi verði breytt. Farið verði um firði og Fagradal upp á Hérað í stað gömlu leiðarinnar um Breiðdalsheiði. Á sex árum hefur heiðin verið lokuð í 621 daga.

Sjá næstu 50 fréttir