Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um tilraunir til tveggja nauðgana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2016 17:37 Myndir úr eftirlitsmyndavélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember síðastliðinn. mynd/lrh Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi allt til 14. mars vegna tveggja tilrauna til nauðgana aðfaranótt 13. desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur verið ákærður af héraðssaksóknara vegna málsins, hefur setið í varðhaldi frá 18. desember, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá Þorláksmessu á grundvelli almannahagsmuna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti kemur meðal annars fram að brotið sem maðurinn er grunaður um „sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þetta er í annað skipti sem varðhald er framlengt yfir manninum.Reif buxur stúlkunnar og reyndi að hneppa frá sínum eigin Maðurinn er grunaður um tvær árásir sama kvöld. Lögregla var kölluð í Tjarnargötu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina en á vettvangi hittu þau stúlku í miklu uppnámi. Hún hafði verið á leið heim úr miðbænum þegar hún tók eftir manni sem gekk í humátt á eftir henni. Hún vék sér til hliðar svo hann gæti gengið fram hjá henni. Maðurinn stoppaði ofar í götunni en þegar stúlkan ætlaði að ganga fram hjá honum á hann að hafa gripið í hana, reynt að taka af henni símann og kallað hana „bitch“. Síðan hafi hann gripið um munn hennar, ýtt henni upp að húsi í götunni meðan hann reif buxurnar hennar og reyndi að hneppa frá sínum eigin. Stúlkan segir að hún hafi öskrað þar til fólk kom að en um það leiti hafði maðurinn sig á brott.Myndbandsupptökur meðal gagna málsins Fimm mínútum eftir fyrri tilkynninguna barst tilkynning um aðra árás í Þingholtsstræti. Sú stúlka var grátandi þegar lögreglu bar að og í miklu uppnámi. Bar hún því við að á gangi upp Bankastræti hafi maður komið aftan að henni og lagt hendi yfir axlir hennar. Stúlkan reyndi að losa sig en maðurinn herpti þá takið, greip um munn hennar og gekk inn Þingholtsstræti. Þegar í Þingholtsstræti var komið kastaði árásarmaðurinn henni utan í bíl og reyndi að setjast klofvega ofan á hana. Stúlkan bar því við að henni hafi allan tíman liðið þannig að maðurinn hafi ætlað að nauðga henni. Skyndilega hóf hann sig á brott en líklegt þykir að einhver hafi komið að þeim. Á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna manninn á ferð í Tjarnargötu og þá er síðari árásin öll til á upptöku. Myndir úr upptökuvélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember og þekkti maðurinn sjálfan sig á upptökunni. Maðurinn neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. mars. Tengdar fréttir Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50 Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi allt til 14. mars vegna tveggja tilrauna til nauðgana aðfaranótt 13. desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur verið ákærður af héraðssaksóknara vegna málsins, hefur setið í varðhaldi frá 18. desember, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá Þorláksmessu á grundvelli almannahagsmuna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti kemur meðal annars fram að brotið sem maðurinn er grunaður um „sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þetta er í annað skipti sem varðhald er framlengt yfir manninum.Reif buxur stúlkunnar og reyndi að hneppa frá sínum eigin Maðurinn er grunaður um tvær árásir sama kvöld. Lögregla var kölluð í Tjarnargötu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina en á vettvangi hittu þau stúlku í miklu uppnámi. Hún hafði verið á leið heim úr miðbænum þegar hún tók eftir manni sem gekk í humátt á eftir henni. Hún vék sér til hliðar svo hann gæti gengið fram hjá henni. Maðurinn stoppaði ofar í götunni en þegar stúlkan ætlaði að ganga fram hjá honum á hann að hafa gripið í hana, reynt að taka af henni símann og kallað hana „bitch“. Síðan hafi hann gripið um munn hennar, ýtt henni upp að húsi í götunni meðan hann reif buxurnar hennar og reyndi að hneppa frá sínum eigin. Stúlkan segir að hún hafi öskrað þar til fólk kom að en um það leiti hafði maðurinn sig á brott.Myndbandsupptökur meðal gagna málsins Fimm mínútum eftir fyrri tilkynninguna barst tilkynning um aðra árás í Þingholtsstræti. Sú stúlka var grátandi þegar lögreglu bar að og í miklu uppnámi. Bar hún því við að á gangi upp Bankastræti hafi maður komið aftan að henni og lagt hendi yfir axlir hennar. Stúlkan reyndi að losa sig en maðurinn herpti þá takið, greip um munn hennar og gekk inn Þingholtsstræti. Þegar í Þingholtsstræti var komið kastaði árásarmaðurinn henni utan í bíl og reyndi að setjast klofvega ofan á hana. Stúlkan bar því við að henni hafi allan tíman liðið þannig að maðurinn hafi ætlað að nauðga henni. Skyndilega hóf hann sig á brott en líklegt þykir að einhver hafi komið að þeim. Á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna manninn á ferð í Tjarnargötu og þá er síðari árásin öll til á upptöku. Myndir úr upptökuvélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember og þekkti maðurinn sjálfan sig á upptökunni. Maðurinn neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. mars.
Tengdar fréttir Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50 Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50
Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34