Innlent

Flensan komin á skrið

Gissur Sigurðsson skrifar
Hin árlega flensa fær marga til að hnerra.
Hin árlega flensa fær marga til að hnerra. Vísir/Getty
Flensan virðist nú vera farin að ná sér á strik og hefur fjölgað mikið þeim sjúklingum sem sækja á bráðamóttöku Landspítalans vegna þess, að því er fram kemur á heimasíðu spítalans.

Fjöldinn hefur tvöfaldast frá fyrri viku og er lögð áhersla á að þeir sem sýna einhver einkenni, án þess að vera alvarlega veikir, heimsæki ekki ættingja og vini á spítalann, þar sem þeir geta smitað þá, en meðgöngutíminn er yfirleitt tveir til þrír dagar áður en veikin kemst í hámark.

Leiðbeiningar um notkun á veirulyfjum, eru væntanlegar frá sóttvarnalækni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×