Innlent

Nenna ekki að greina skilti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mynd/Landsbjörg
Aðeins eitt sveitarfélag svaraði bréfi Umhverfisstofnunar varðandi auglýsingaskilti sem standa í leyfisleysi meðfram vegum í dreifbýli.

Umhverfisstofnun, sem sendi bréf á alla skipulags- og byggingarfulltrúa landsins í lok maí í fyrra, fékk aðeins svar frá Hornafirði þar sem byggingarfulltrúinn er sagður hafa lagt á sig þá vinnu að greina auglýsingaskiltin.

„Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að byggingarfulltrúar fylgist með ólöglegum auglýsingum í viðkomandi sveitarfélagi og gæti þess að farið sé að gildandi lögum og reglugerðum,“ segir í ítrekunarbréfi stofnunarinnar í haust sem fylgt var eftir með nýju bréfi í janúar á þessu ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×