Forseti alþjóða bindindissamtaka: Yrðu mikil mistök hjá Íslendingum að aflétta ríkiseinokun á áfengi Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 16:49 Sperkova segir segir að ríki stýri best áfengisneyslu borgara sinna með því að stýra aðgengi, verði og banna áfengisauglýsingar. Vísir/GVA „Ég myndi ráðleggja Íslendingum að halda áfram ríkiseinokun á áfengi,“ segir Kristina Sperkova, forseti alþjóðabindindissamtakanna IOGT. Sperkova var fengin hingað til lands af IOGT á Íslandi til að halda erindi á hádegisfundi samtakanna í Brautarholti í Reykjavík í dag þar sem viðbrögð og viðhorf Íslendinga til áfengisfrumvarpsins voru rædd. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, voru einnig með erindi á fundinum en Sigrún Ósk ræddi tilgang og forvarnagildi sérverslana ÁTVR. IOGT hafa staðið fyrir forvörnum á Íslandi frá árinu 1884 en auk þess segja þau mannúðar- friðar og menningarmál og umhverfisvernd skipa veigamikinn sess í stefnu þeirra og starfi. Eina skilyrði fyrir félagsaðild er yfirlýsing um að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. Kristina Sperkova.Sperkova er frá Slóvakíu en hún hefur sinnt forvarnarstarfi fyrir þessi samtök frá 18 ára aldri. Áður en hún tók við sem forseti alþjóðasamtakanna fór hún fyrir Evrópuhluta IOGT.3,3 milljónir dauðsfalla á hverju ári Vísir ræddi við hana eftir hádegisfundinn en þar benti hún á tölur frá alþjóðheilbrigðisstofnuninni WHO, frá janúar 2015, sem segja að 3,3 milljónir manna láta lífið á hverju ári sökum áfengisneyslu, sem er 5,9 prósent af öllum dauðsföllum. Þá benti hún einnig á að samfélagslegur kostnaður Evrópusambandslandanna vegna skaðsemi af áfengisneyslu sé áætlaður um 156 milljarðar evra á hverju ári. Hún segir að ríki stýri best áfengisneyslu borgara sinna með því að stýra aðgengi, verði og banna áfengisauglýsingar.Segir einkareknar verslanir ekki slaka á kröfum um sölu „Ef þú ert með ríkisrekstur, sem miðast ekki af hagnaði, er hægt að stjórna á hvaða tímum dags áfengi er selt og áfengi er ekki selt til fólks sem er þegar ölvað. Þetta verður ekki veruleikinn hjá einkareknum verslunum sem selja áfengi, því þær hugsa bara um hagnað og þeirra ábyrgð er gagnvart hluthöfum sínum. Þær munu því aldrei slaka á kröfum um sölu. Ef ríkiseinokunin á áfengi er lögð af þá eykur þú framboðið á áfengi þannig að fólk mun sjálfkrafa kaupa meira af áfengi,“ segir Sperkova. Aðspurð hvort löggjafarvaldið gæti ekki einfaldlega sett lög sem setja skorður á sölu einkarekinna verslana á áfengi segir hún vísbendingar um að það virki ekki. „Þá sjá verslanirnar sjálfar um eftirlitið og það eru vísbendingar um að það virkar ekki. Þegar kemur að auglýsingum lofar iðnaðurinn að beina ekki áfengisauglýsingum að unglingum og lofar að kynvæða ekki áfengisauglýsingar, en þetta gerist á hverjum degi þar sem áfengissala er frjáls.“Segir neyslu aukast samfara auknu aðgengi Hún segir fyrirséð að ef áfengissala verður leyfð í matvöruverslununum á Íslandi þá muni neyslan aukast, og bendir á að í Finnlandi hafi neyslan aukist um fimmtán prósent eftir að ríkiseinokun var aflétt.Tengsl milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis Þá nefnir hún að mikil tengsl séu á milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis. Aukið aðgengi leiði til aukinnar neyslu og það muni auka ofbeldi. „Á svæðum þar sem er meira um áfengisauglýsingar, er meira um kynbundið ofbeldi. Auglýsingar auka áfengisneyslu og það eykur ofbeldið.“„Yrðu mikil mistök“ Hún er því ekki hrifin af því að að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum hér á landi. „Það yrðu mikil mistök. Í gegnum ríkiseinokun hafa Íslendingar enn þá aðgengi að áfengi, þannig að enginn er að banna það, en áfengi er vímuefni sem getur valdið fíkn og þarf því eftirlit. Íslendingar fá því áfengi áfram en það veldur ekki eins miklum skaða ef salan á því verður gerð frjáls.“ Tengdar fréttir Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16 Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Ég myndi ráðleggja Íslendingum að halda áfram ríkiseinokun á áfengi,“ segir Kristina Sperkova, forseti alþjóðabindindissamtakanna IOGT. Sperkova var fengin hingað til lands af IOGT á Íslandi til að halda erindi á hádegisfundi samtakanna í Brautarholti í Reykjavík í dag þar sem viðbrögð og viðhorf Íslendinga til áfengisfrumvarpsins voru rædd. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, voru einnig með erindi á fundinum en Sigrún Ósk ræddi tilgang og forvarnagildi sérverslana ÁTVR. IOGT hafa staðið fyrir forvörnum á Íslandi frá árinu 1884 en auk þess segja þau mannúðar- friðar og menningarmál og umhverfisvernd skipa veigamikinn sess í stefnu þeirra og starfi. Eina skilyrði fyrir félagsaðild er yfirlýsing um að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. Kristina Sperkova.Sperkova er frá Slóvakíu en hún hefur sinnt forvarnarstarfi fyrir þessi samtök frá 18 ára aldri. Áður en hún tók við sem forseti alþjóðasamtakanna fór hún fyrir Evrópuhluta IOGT.3,3 milljónir dauðsfalla á hverju ári Vísir ræddi við hana eftir hádegisfundinn en þar benti hún á tölur frá alþjóðheilbrigðisstofnuninni WHO, frá janúar 2015, sem segja að 3,3 milljónir manna láta lífið á hverju ári sökum áfengisneyslu, sem er 5,9 prósent af öllum dauðsföllum. Þá benti hún einnig á að samfélagslegur kostnaður Evrópusambandslandanna vegna skaðsemi af áfengisneyslu sé áætlaður um 156 milljarðar evra á hverju ári. Hún segir að ríki stýri best áfengisneyslu borgara sinna með því að stýra aðgengi, verði og banna áfengisauglýsingar.Segir einkareknar verslanir ekki slaka á kröfum um sölu „Ef þú ert með ríkisrekstur, sem miðast ekki af hagnaði, er hægt að stjórna á hvaða tímum dags áfengi er selt og áfengi er ekki selt til fólks sem er þegar ölvað. Þetta verður ekki veruleikinn hjá einkareknum verslunum sem selja áfengi, því þær hugsa bara um hagnað og þeirra ábyrgð er gagnvart hluthöfum sínum. Þær munu því aldrei slaka á kröfum um sölu. Ef ríkiseinokunin á áfengi er lögð af þá eykur þú framboðið á áfengi þannig að fólk mun sjálfkrafa kaupa meira af áfengi,“ segir Sperkova. Aðspurð hvort löggjafarvaldið gæti ekki einfaldlega sett lög sem setja skorður á sölu einkarekinna verslana á áfengi segir hún vísbendingar um að það virki ekki. „Þá sjá verslanirnar sjálfar um eftirlitið og það eru vísbendingar um að það virkar ekki. Þegar kemur að auglýsingum lofar iðnaðurinn að beina ekki áfengisauglýsingum að unglingum og lofar að kynvæða ekki áfengisauglýsingar, en þetta gerist á hverjum degi þar sem áfengissala er frjáls.“Segir neyslu aukast samfara auknu aðgengi Hún segir fyrirséð að ef áfengissala verður leyfð í matvöruverslununum á Íslandi þá muni neyslan aukast, og bendir á að í Finnlandi hafi neyslan aukist um fimmtán prósent eftir að ríkiseinokun var aflétt.Tengsl milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis Þá nefnir hún að mikil tengsl séu á milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis. Aukið aðgengi leiði til aukinnar neyslu og það muni auka ofbeldi. „Á svæðum þar sem er meira um áfengisauglýsingar, er meira um kynbundið ofbeldi. Auglýsingar auka áfengisneyslu og það eykur ofbeldið.“„Yrðu mikil mistök“ Hún er því ekki hrifin af því að að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum hér á landi. „Það yrðu mikil mistök. Í gegnum ríkiseinokun hafa Íslendingar enn þá aðgengi að áfengi, þannig að enginn er að banna það, en áfengi er vímuefni sem getur valdið fíkn og þarf því eftirlit. Íslendingar fá því áfengi áfram en það veldur ekki eins miklum skaða ef salan á því verður gerð frjáls.“
Tengdar fréttir Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16 Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16
Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00
Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17