Af hverju áttu ekki pabba eins og allir hinir krakkarnir? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 11:44 Friðgeir hitti dóttur sína síðast í ágúst 2010. Friðgeir Sveinsson hefur ekki séð dóttur sína í fimm og hálft ár en heldur enn í vonina. Hann ætlar að breyta heiminum fyrir dóttur sína sem fagnaði átta ára afmæli í gær. Friðgeir birti hjartnæman pistil á afmælisdegi dótturinnar í gær en hann hefur staðið í forræðisdeildu við barnsmóður sína frá því föstudaginn 13. ágúst 2010. Þremur vikum síðar fékk hann þau skilaboð, loforð, að hann fengi aldrei að sjá hana aftur.„Síðan þá er ég búinn að berjast og berjast við kerfið með kjafti og klóm til að standa vörð um réttindi dóttur minnar um að verða ekki fórnarlamb geðþóttaákvörðunar mömmu sinnar og rænd uppruna sínum. Í stuttu máli þá er ég búinn að vinna alla úrskurði sem hægt er að vinna hérlendis að einum undanskildum: Hvar forræðismálið sem ég höfðaði á hendur móður Katrínar Steinu skyldi haldið.“Friðgeir Sveinsson.Vann alla úrskurðiHann lýsir því hvernig hann hafi unnið alla úrskurði, sem allir hafi verið kærðir af barnsmóðurinni. Hann hafi unnið allt saman. Sá dagur hafi komið þegar hann átti að fá að hitta dóttur sína.„Dagurinn kom, Barnaverndarnefnd hringdi í mig og sagði mér að ekki næðist í móður Katrínar Steinu og því litið hægt að gera.“Hann hafi fylgt málinu fast eftir enda orðinn vanaur vonbrigðum, alltof vanur. Hann hafi stefnt barnsmóðurinni fyrir héraðsdóm en ekki haft erfiði sem erindi. Hún hafi svo flutt til Danmerkur þar sem hann var að lokum beðinn um að sleppa takinu af dóttur sinni, eftir fjögurra ára baráttu þar sem Friðgeir hafði ekki séð barnið sitt. „Ég samþykkti, það voru kominn 4 ár sem ég hafði ekki séð barnið mitt. Endalausir réttarsalir, fundir með fólki sem með aðgerðarleysi sínu gerði illt verra. Ég samþykkti að sleppa takinu. Úrskurðurinn var almennt orðaður og engin umgengni úrskurðuð fyrir dóttur mína sökum fjandskapar milli foreldra.“Friðgeir lýkur pistlinum á skilaboðum til dóttur sinnar:Núna ertu 8 ára litla gullið mitt, orðin svo stór að þú ert sennilega farin að fatta að eitthvað er bogið við tilveruna. Af hverju áttu ekki pabba eins og allir hinir krakkarnir??Í dag ætla ég að gefa þér smá gjöf, ég ætla að segja þér leyndó. Konan mín, yndisleg kona sem þú átt eftir að kynnast henni, hún sagði við mig eftir að úrskurðurinn kom: „Friðgeir, nú ertu frjáls, nú ertu frjáls til að fara þínar leiðir, kerfið gerir ekki neitt, þú ert búinn að fullreyna allt. Nú ertu frjáls til að gera það sem þú gerir best. Finndu leið sem enginn hefur farið áður. Þú hefur gert það 100 sinnum áður með allt milli himins og jarðar. Fyrir Katrínu Steinu, finndu leið.“Katrín Steina mín, litla ljósið mitt, ég er ekki að ná að breyta því hvernig hún mamma þín er. Þú getur það ekki heldur. Ekkert af þessu er þér að kenna Katrín Steina mín. Og það besta sem þú getur gert er að fyrirgefa mömmu þinni.Þar sem ég get ekki breytt mömmu þinni þá ætla ég að breyta heiminum. Ég fann leið. Einn daginn verður alveg sama hvað kerfið gerir, mamma þín gerir, móðuramma eða móðurafi gerir. Pabbi á alltaf inni að geta gert „Skák og Mát!“.Afmælisgjöfin mín til þín, Katrín Steina, mín er ekki flókin. Ég ætla að breyta heiminum, ég er byrjaður á því. Og þegar þú færð gjöfina þá sérðu hvað hægt er að gera bara með því að vera heiðarleg við sjálfa þig, hrein í hjartanu, einlæg í því sem þú ætlar þér. Þá sérðu að það er hægt að breyta heiminum.Það er meira af honum pabba þínum sem rennur um æðar þér en aðrir vilja viðurkenna. Það eru margir búnir að segja mér það. Til hamingju með daginn, Katrín Steina mín, þetta tekur smá tíma í viðbót. En hann pabbi þinn er á leiðinni.Pistilinn í heild má lesa hér að neðan.Í dag er lítil stelpa 8 ára, það eru orðin heil 8 ár síðan að hún Katrín Steina dóttir mín kom í heiminn. Ég get sagt...Posted by Friðgeir Sveinsson on Tuesday, February 16, 2016 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Friðgeir Sveinsson hefur ekki séð dóttur sína í fimm og hálft ár en heldur enn í vonina. Hann ætlar að breyta heiminum fyrir dóttur sína sem fagnaði átta ára afmæli í gær. Friðgeir birti hjartnæman pistil á afmælisdegi dótturinnar í gær en hann hefur staðið í forræðisdeildu við barnsmóður sína frá því föstudaginn 13. ágúst 2010. Þremur vikum síðar fékk hann þau skilaboð, loforð, að hann fengi aldrei að sjá hana aftur.„Síðan þá er ég búinn að berjast og berjast við kerfið með kjafti og klóm til að standa vörð um réttindi dóttur minnar um að verða ekki fórnarlamb geðþóttaákvörðunar mömmu sinnar og rænd uppruna sínum. Í stuttu máli þá er ég búinn að vinna alla úrskurði sem hægt er að vinna hérlendis að einum undanskildum: Hvar forræðismálið sem ég höfðaði á hendur móður Katrínar Steinu skyldi haldið.“Friðgeir Sveinsson.Vann alla úrskurðiHann lýsir því hvernig hann hafi unnið alla úrskurði, sem allir hafi verið kærðir af barnsmóðurinni. Hann hafi unnið allt saman. Sá dagur hafi komið þegar hann átti að fá að hitta dóttur sína.„Dagurinn kom, Barnaverndarnefnd hringdi í mig og sagði mér að ekki næðist í móður Katrínar Steinu og því litið hægt að gera.“Hann hafi fylgt málinu fast eftir enda orðinn vanaur vonbrigðum, alltof vanur. Hann hafi stefnt barnsmóðurinni fyrir héraðsdóm en ekki haft erfiði sem erindi. Hún hafi svo flutt til Danmerkur þar sem hann var að lokum beðinn um að sleppa takinu af dóttur sinni, eftir fjögurra ára baráttu þar sem Friðgeir hafði ekki séð barnið sitt. „Ég samþykkti, það voru kominn 4 ár sem ég hafði ekki séð barnið mitt. Endalausir réttarsalir, fundir með fólki sem með aðgerðarleysi sínu gerði illt verra. Ég samþykkti að sleppa takinu. Úrskurðurinn var almennt orðaður og engin umgengni úrskurðuð fyrir dóttur mína sökum fjandskapar milli foreldra.“Friðgeir lýkur pistlinum á skilaboðum til dóttur sinnar:Núna ertu 8 ára litla gullið mitt, orðin svo stór að þú ert sennilega farin að fatta að eitthvað er bogið við tilveruna. Af hverju áttu ekki pabba eins og allir hinir krakkarnir??Í dag ætla ég að gefa þér smá gjöf, ég ætla að segja þér leyndó. Konan mín, yndisleg kona sem þú átt eftir að kynnast henni, hún sagði við mig eftir að úrskurðurinn kom: „Friðgeir, nú ertu frjáls, nú ertu frjáls til að fara þínar leiðir, kerfið gerir ekki neitt, þú ert búinn að fullreyna allt. Nú ertu frjáls til að gera það sem þú gerir best. Finndu leið sem enginn hefur farið áður. Þú hefur gert það 100 sinnum áður með allt milli himins og jarðar. Fyrir Katrínu Steinu, finndu leið.“Katrín Steina mín, litla ljósið mitt, ég er ekki að ná að breyta því hvernig hún mamma þín er. Þú getur það ekki heldur. Ekkert af þessu er þér að kenna Katrín Steina mín. Og það besta sem þú getur gert er að fyrirgefa mömmu þinni.Þar sem ég get ekki breytt mömmu þinni þá ætla ég að breyta heiminum. Ég fann leið. Einn daginn verður alveg sama hvað kerfið gerir, mamma þín gerir, móðuramma eða móðurafi gerir. Pabbi á alltaf inni að geta gert „Skák og Mát!“.Afmælisgjöfin mín til þín, Katrín Steina, mín er ekki flókin. Ég ætla að breyta heiminum, ég er byrjaður á því. Og þegar þú færð gjöfina þá sérðu hvað hægt er að gera bara með því að vera heiðarleg við sjálfa þig, hrein í hjartanu, einlæg í því sem þú ætlar þér. Þá sérðu að það er hægt að breyta heiminum.Það er meira af honum pabba þínum sem rennur um æðar þér en aðrir vilja viðurkenna. Það eru margir búnir að segja mér það. Til hamingju með daginn, Katrín Steina mín, þetta tekur smá tíma í viðbót. En hann pabbi þinn er á leiðinni.Pistilinn í heild má lesa hér að neðan.Í dag er lítil stelpa 8 ára, það eru orðin heil 8 ár síðan að hún Katrín Steina dóttir mín kom í heiminn. Ég get sagt...Posted by Friðgeir Sveinsson on Tuesday, February 16, 2016
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira