Þeir sem eru í hjólastól geta ekki ferðast einir utanbæjar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Engir rampar eru í vögnum Strætó sem keyra utanbæjar. Því getur fólk í hjólastólum ekki ferðast með vögnunum nema aðstoðarmaður beri það inn í vagninn. Fréttablaðið/Anton Brink Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira