Innlent

Stokka upp í sjö sendiráðum

Snærós Sindradóttir skrifar
Utanríkisráðuneytið hefur tekið ákvörðun um uppstokkun á sjö sendiherraembættum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komast þeir sendiherrar sem hingað til hafa verið í bið hér á Íslandi út í embætti. „Það er búið að taka ákvarðanir um þetta en það á eftir að tilkynna um það til viðeigandi yfirvalda, fá samþykki og annað,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða breytingar meðal annars í Austurríki, Frakklandi og Rússlandi.

Fréttablaðið greindi frá því í janúar að nærri helmingur starfandi sendiherra hefði aðsetur á Íslandi. Um áramótin voru fjórir nýir sendiherrar skipaðir sem allir hafa aðsetur í utanríkisráðuneytinu. Ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra verður sendur út til að starfa sem sendiherra erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×